Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 49

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 49
I'.KI TUÍ l'IR SÖGU ÍRLANDS 121 fjölda a£ Irlendingum í för með sér, sem hann þrælkaði, og voru þeir fleiri en annað lið hans. írar gerðu þá samtök með sér og gátu drepið Hjörleif og alla hans norsku fylgismenn. Þessi fjöldi íra á einu skipi hefur að sjálfsögðu ekki ver- ið einsdæmi um flutning íra til íslands á landnámsárunum. Er þessi hópur íra aðeins bókfærður vegna þess, að þeir drápu Hjörleif fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, sem ranglega hefur fengið þá tignar- stöðu að vera kallaður fyrsti land- námsmaður á Islandi. Ef ekki má nefna íra í því santbandi, þá er það Náttfari, sem hefði átt með réttu að fá jæssa stöðu í sögunni. Getur verið að hann hafi verið íri. Norskur hefur hann ekki verið. En hann nam land við Skjálfanda gegnt Húsavík. Af því að hann var fátækur og friðsamur, engi víking- ur og ekki norskur, mátti ekki kalla hann fyrsta landnámsmann. Og stöðuveitingar af þessu tagi eða líku hafa síðan oft verið í tízku lram á vora daga á íslandi hjá ríki og ríkisstofnunum. A landnámsöld hefur margt nianna komið frá írlandi til ís- lands. Og sést það á mörgu. Á Akranesi námu írskir höfðingjar land og í Dölum vestur. Það hafa ekki verið norskir heiðingjar, sem gáfu Patreksfirði nafn eftir írskum dýrlingi, eða bæjarnafnið Brjáns- lækur eftir írskum konungi. Og svo mætti lengi telja. Á landnánts- öld íslands voru írlendingar kall- aðir Vestmenn. Er þeirra oft getið í íslendingasögum og oftast kennd- ir við kaupskap eða siglingar milli Sigurjón Jónsson. íslands og annarra landa. Mörg ís- lenzk mannanöfn eru og voru irsk að uppruna. Mannsnafnið Njáll er írskt kónganaín frá 5. og 6. öld eftir Krist og síðan algengt á ír- landi með nokkrum breytingum. Sum ágæt mannanöfn hverfa stund- um algerlega úr málunum vegna J)ess að illgjarnir menn eða ill- menni hafa borið Jjau, t. d. Júdas á Gyðingalandi og Mörður á ís- landi, og sjálfsagt fleiri. Sumir nú-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.