Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 53
1‘ÆTTIR ÚR SÖGU ÍRI.ANDS 125 inni, sem nú er höfuðborgin Dublin. En landið var þéttsetið af bændafólki, kristnu og friðsömu fólki, sem var illa viðbúið að mæta vígglöðum ræningjaher, er var vel æfður og miklu betri vopnum bú- inn. Sverð Norðmanna voru þyngri og betri, axir þeirra voru lang- skeftar. írar höfðu þá axir með stuttu skafti. Hjálmar og liring- brynjur víkinga voru betri en verj- ur íra. Flestir smákóngarnir ýfðust við víkinga og reyndu að veita þeim mótspyrnu, en fóru lengi halloka. Samtök eða bandalög gátu þeir ekki myndað gegn víkingum, vegna þess þeir hötuðu hvern ann- an °g glöddust af hrakförum livers annars. Meðan þannig var ástatt í Irlandi gátu víkingar farið sínu fram, eins og úlfar í sauðahjörð. Það var ekki fyrr en eftir árið 1000 að fram kom konungur vitur og vænn, sem var elskaður og virt- ur svo af alþjóð, að liann var kall- aður hákonungur eða yfirkonung- ur alls írlands. Það var Brian Bórn, Brjánn konungur í Dublin. Hann gat að lokum sannfært smá- konungana um að ósamlyndi þeirra væri háskalegt fyrir þá sjálfa í viðureigninni við víkinga. Og að lokum varð þá samkomulag að lieyja skyldi sameiginlega orustu undir forustu hans. Komu þá írar fram í fyrsta skipti eins og sam- fellt ríki og sögðu víkingum stríð á hendur. Bardaginn varð árið 1014 stóð á víðum völlum skammt norður af Dublin. Bardagi þessi, alltaf kallaður Brjánsbardagi, varð frægur um aldir og líklega sá mesti, sem háð- ur hefur verið á írlandi. Nú höfðu írar ógrynni liðs undir einni sterkri stjórn. Og nú höfðu þeir lært hernað af vxkingum, liöfðu nú svipuð vopn og verjur og þeir, ax- ir, sverð og lijálma og hringabrynj- ur. Leikslok urðu markverð tíð- indi, er bárust fljótt um allar jarð- ir, er maður sagði manni: Brjánn féll, en hélt velli. Sigurvegarinn var drepinn í orustunni og synir lians tveir. En víkingar voru ger- sigraðir. Eftir Jretta koma þeir ekki við sögu íilands. Til glöggvunar á tímanum, er þetta skeði á írlandi, má minna á, að á sama ári og Brjánsbardagi varð, þá urðu Heiðarvíg, þá deyr Hallfreður vandræðaskáld. Og jxá deyr Sveinn tjúguskegg, Ólafur helgi kom til Englands, þá er Guð- mundur ríki að deila við Þóri Helgason, Grettir er að glíma við Glám, og Flosi er suður í Róm að tefla við páfann, vegna Njáls- brennu. Með víkingum voru stund- um íslendingar og sennilega hafa einhverjir ]>eirra verið í Brjáns- bardaga. Hafa þetta |>á verið fyrstu kynni þessara þjóða og einnig J>au síðustu, því að síðan hafa engin viðskipti verið milli íra og íslend- inga. Þetta er eina viðkynningin! En saga landsins, landafræðin, er ekki síður merkileg og skemmti- leg til fróðleiks en saga þjóðarinn- ar. Svo segja lærðir jarðfræðingar, að síðasta ísöld liafi hafizt fyrir eitt hundrað þúsund árum. En lok hennar eru talin um 15000 árum fyrir Krist. Þá var írland ekki eyja, heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.