Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 57

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 57
ÞÆTTIR ÚR SÖGU ÍRLANDS 129 til bjargar en áður var þekkt í landinu. En mestu munaði í menn- ingar og framfaraátt, er síðasti þjóðffokkurinn kom. Það voru Keltar. Auðvitað eru allar þessar þjóðir komnar að austan. Öll er- um við að austan, í upphafi vega frá „vöggu mannkynsins", Ind- landi, segja sumir fræðimenn. Vegna hungurs og sífelldra þrengsla í „vöggunni", leitaði fólk- ið nýrra landa í vesturátt, þar sem löndin voru að losna úr læðingi ísaldar-jökla og voru mannlaus eða fámenn. Spor keltneskra kynkvísla rekja fornfræðingar til hálendis Norður- Indlands. Þar er upphaf vega, sem allir liggja í vesturátt, um Vestur- Asíulönd og Austur-Evrópu, grein- ist þar og gengur grein af stofni Kelta í norðvesturátt. Annað fólk þykjast fræðimenn einnig hafa veður af og eygja út við sjóndeild- arhring í þokugráum fjarska forn- aldar. Er það kallað Skíðar. Þá er þar einnig á ferð fólk af ætt eins höfðingja ísraelsmanna. Allir eru þessir Jrjóðflokkar í landaleit, og að lokum komast Jreir til Skandi- navíu og nema Jrar öll lönd. Löngu síðar, Jjegar ísland var fundið, sigldu nokkrir höfðingjar af Jress- um ætturn þangað og gerðust þar landnámsmenn. En megin fólksstraumur Kelta gekk beint í vestur, fór um Mið- Evrópu, fór hægt yfir og sat oft margar aldir í sama landinu. Og þótt þau lönd væru að einhverju levti áður numin, Jrá stofnuðu Jteir Jtar ríki og urðu mestu valdamenn í öllum löndum Mið-Evrópu. Um 600 f. Kr. sátu Jreir í Frakklandi. voru Jrar herveldi mikið, báru ægis- hjálm yfir öllum Jjjóðum í Norð- ur- og Vestur-Evrópu, gerðu öðru hverju árásir á Grikki og ógnuðu Rómverjum. Grikkir gáfu Jreim — Keltar —. Rómverjar kölluðu þá Risa, af Jrví Jreir voru hávaxnari en aðrar Jrjóðir. Um árið 150 f. Kr. eru Keltar komnir til írlands. Höfðu þá sum- ir Jreirra farið um Spán, aðrir komu frá Eystrasaltslöndum, en megin Jrorri Jjeirra fór alltaf bein- ustu Jeið í vestur, vestur, Jrangað sem kvöldsólin hvarf, yfir lönd og sundið til Englands, yfir írska haf- ið til írlands. Og lengra varð ekki komizt í vesturátt, fyrr en Kólum- bus opnaði vesturdyrnar á veröld- inni með stolnum lykli frá íslandi. Þessi Jjjóðflutningur Kelta frá Indlandi til írlands er talinn hafa staðið yfir í 3000 ár. Þegar Jjeir kontu til írlands og Jrjóðflutningi þeirra var lokið um 150 f. Kr„ voru Jteir að fólksfjölda færri en sumir Jjjóðflokkar, sent komnir voru á undan Jjeim. Samt fóru leik- ar svo eins og áður og annars stað- ar, að innan skamms voru Jjað Keltar, sem voru kóngar og drottn- ingar í beztu ríkjum írlands og merkustu valdamenn alls landsins í Jjúsund ár. Og svo segja fróðir menn, að alla tíð síðan, allt frant á Jjenna dag hafi það verið menn af kyni Kelta, sem stóðu í fylking- arbrjósti fyrir framförum í rnenn- ingarmálum og í vörnum í ræðu og riti beztu málsvarar fyrir fullu frelsi Jjjóðarinnar. Og oft í blóð- ugum bardögum. Brjánn konung- 9

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.