Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 60

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 60
132 F.IMREWIN Ég sá eineygða Svíann, þann halta, fyrst við breakfastborðið niðrí kjallaranum bjá Mrs. Ríad í Lexbam Gardens, þar sem ég bafði þá búið eitthvað nálægt hálfum mánuði, en bann var ný- kominn. Ég giskaði á að hann væri germanskrar ættar vegna hársins, sem var einhvernveginn ljóst, ogkristinnar trúar af því að hann át flesk með egginu en gaddaði ekki þessístað í sig nauðaþurrlegan ost einsog Mú- hameðingarnir, sem að jafnaði voru í meirihluta þarna í kjall- aranum, gerðu af því að kannski hafa svín í Miðjarðarhafsbotn- um verið ormaveik fyrir þrjú þúsund árum. Mrs. Ríad hafði verið gift Egypta sem nú var dauður. Hún hélt enn nokkurri tryggð við þjóð eiginmannsins og voru menn af þessari þjóð því jafnan í meirhluta meðal leigu- manna þeirra og kostgangara, sem liöfðust við í þessum viktorí- anska hjalli hennar á fimm hæð- um. Burtséð frá téðum mannfræði- legum og trúarbragðalegum sér- kennum var ekki auðvelt að átta sig á því úr hvaða heimshorni hann var kominn, hörundið dökkt og barkað, alltaðþví gróm- tekið líktog á Indverja af ein- hverju lægra kastinu, liðamótin heldur gild, horaður, skorpinn. Einsog þurrkaður yfir eldi. Þeg- ar hann stóð upp sást að hann SKUGGA- SVEINAR stakk við, og hann gaut urn öxl sérstaklega meiningarfullu horn. auga um leið og hann gekk út, tngu líkara en hann brygði and- litinu aftur fyrir hnakkann. Skrýtinn fugl, segir maður, en það kemur útá lítið; það er yfir- fullt af skrýtnum fuglum í Earls Court. LTm kvöldið sá ég hann aftur á pöbbnum rétt neðan við horn- ið, talið frá Kensington High Street; ég leit þar oft við á feið niður í borg eða raunar einnig þótt ég ætlaði ekkert. Þetta var einn af óvirðulegri pöbbum hverfisins því gestir hans saman- stóðu yfirleitt af fólki allra mögulegra mannfélagshópa. Englendingar hafa sína eigin þegjandi og hljóðalausu aðferð við að draga fólk í dilka (þetta var áður en blaðran sprakk hjá Powell); það er engu líkara en þeir hafi í þessu skyni mótað með sér einskonar tabú, sem

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.