Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 62

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 62
134 ElMREIfílN litið var útí þetta horn, ekki ó- svipað og þegar gægst er inní kró í byrgðu fjárhúsi; það lá yfir því sknggi. Koldökkur skugginn í hörundi þessara hitabeltisbúa, skugginn í svip þeirra. Látbragð- ið einkenndist af einskonar fjandsamlegri ólund; þeir blönd- uðu lítt geði við annað fólk, nerna hvað þeir reyndu stundum við kvenmenn sem inn slæddnst, og þegar þær hryggbrutu þá ypptu þeir öxlum og hverfðu augnahvítunum hver til annars með ábúðarfullum svip þess, sem fengið hefur staðfesting lífs- skoðnnar sem orðin er sáluhjálp: Bloody white honkeys, alltaf og ævinlega skulu þeir vera samir við sig. í þetta sinn höfðu Jreir safn- ast einsog iðin flugnahjörð að tveimur vandræðalega stórnrn, barnungum bandarískum stúlk- um sem af einhverjum ráfuhætti höfðu sest innivið hornið hjá ])eim og slógu fastri fylgispekt Jreirra við US-imperialism og Ku-klux-klan Jaegar ófært reynd- ist að þoka Jreirn útí nokkur arrangement. Stúlkurnar voru fljótar að forða sér en ég tók svari þeiíra við einn kavalérann, væskilslegan ungling frá Mári- tíus nteð gammsnef og blá- mannavarir og þannig húðlit að Jjví var líkast að hefði hann verið smurður uppúr sóti menguðu járnögnum. Hann átti Breta, Frakka, Indverja og Afríku- menn að forfeðrum og hafði vendilega tryggt sér í vöggugjöf verstu ókosti allra Jaessara þjóð- flokka, gott ef ekki einhverja kosti líka. Við þvældum smá- stund of áhugalitlir til að reiðast, slettunr á milli okkar nokkrum gatslitnum frösum heimspekilegs og pólitísks eðlis af einskonar rælni; hvergi í heiminum er andrúmsloft, sem letur meir af- beldistilhneigingar en Jressi ísúri og hlandvolgi eirnur breskra pöbba, þessi þefur af svita og bjór og sígarettureyk. Það er því vafalaust að þrætu- bókariðkun tveggja skrýtilegra eyjaskeggja frá enn skrýtilegri eyjakornum sínu á hvorum heimsenda hefði endað friðsam- lega og án niðurstöðn, svosem vani hefur verið um þrætur nú og fyrr, friðsamlegar og ófrið- santlegar, Jrótt svo ekki hefði ver- ið sagt á hina hlið mér uppúr eins manns hljóði á tungu sem ég hafði ekki beint átt von á að heyra hér á bæ, og Jró: Hví skyldi ég gæta bróður míns. Við ])etta óvænta tillegg beindist athygli mín Jrriðja sinni þennan sólarhring að Jreim halta grómtekna. Ég svaraði á sömu tungu með gagnspurningu; hvað hann ætti við. Hann leit ekki á mig, ansaði ekki alveg strax, var víst fullur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.