Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 67

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 67
SKUGGA -SVEINAR 139 hann gæddur þeirri sjaldfengnu náðargáfu að áfengi fór ekki í augun á honum, skömm að hann skyldi þá ekki hafa þau bæði. Hann var í morgunslopp; þó var komið framyfir hádegi. Hann bauð mér inntil sín nppá glas, hafði þegar til kom herbergi á sömu hæð og ég. Hann slengdi af sér sloppnum í sófann og var í bláum stuttbuxum innanund- ir; allur jafnbrúnn og grómtek- inn og þurrt holdið strengt utaná beinagrindina, brjóstkassinn gíf- nrlega þaninn líktog á Indíána í Andes. Hann var með SS-merki flúrað á olnbogann. Eg hafði ekki lyst á neinu sterku og þáði bjór; hann hellti sjálfum sér í glas viskíi og litlu af vatni samanvið; hafði safnað að sér drykkjarföngum. Hann skammaði mig fyrir fjarveruna; hvað kom til var lronum spurn að ég, eini maðurinn með skiln- ingi sem hann hafði hitt síðan í Alsír, skyldi skilja hann hér eftir í maga borgartröllsins? Það er ekki Saliara, sem er einmanaleg- asta svæði jarðar; það eru eyði- merkur sem samanstanda af steini og gleri og draugum með heitu blóði. Svo fór hann að gráta og sagðist vita ég fyrirliti sig af því hann væri morðingi og meira að segja glæpamaður; enn- fremur faðmaði hann mig. Mér býður við líkamlegri nálægð karlmanna og sagði það væri þrautalaust af minni hálfu þótt hann dræpi allt það fólk sem hann vildi, jafnvel allt mannkyn, svo fremi hann þyrmdi mér sjálf- um og þeim frekar fáu manneskj- um, sem mér væri hlýtt til. Líka spurði ég hversvegna hann væri ekki í Alsír eða á Sahara; varla hefði neinn pantað hann hingað upp til Englands. Hann hrökk frá mér undrandi og andlitið mildaðist af barns- legri spurn. Nú þú sérð nú lík- lega hvernig ég er orðinn sagði hann. Blindir fá ekki sýn í legí- óninni, né heldur ganga þar halt- ir eða heyra daufir. Það var það síðasta sem þeir gerðu þessir arabadjöflar, áður en de Gaulle gugnaði fyrir jreim: að stinga úr mér augað og mölva á mér sköfl- unginn. Varstu ekki búinn að fá nóg í vistinni hjá Himmler, sagði ég. Hann sló út höndunum með sjálfsvorkunnarsvip. Eitthvað varð ég að gera, sagði hann af- sakandi. Þaðþýddi ekkert að fara heim; Jrar beið manns ekki ann- að en púl í skógi norðrí Vestur- botni eða þá sjórinn, ef það hefði jjá verið nokkuð djobb. Ætli Er- lander hefði ekki selt mann Rúss- unum, einsog Lettana sem flýðu yfir í lokin. Hann fékk sér aftur í glasið, var að verða rólegri, augað nú líkast lygnri tjörn í dapurlegu skógarrökkri. Þessvegna sagði ég

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.