Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 69

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 69
SKUGGA -SVEINA R 141 Jíktog í þeim byggi okkur hlið- hollur steppuguð. Stundum börðumst við og drápum Rússa og þeir okkur, en það var alltaf svo langt á milli okkar og þeirra <að það minnti frekar á slys en stríð þegar einhver dó. Nema þegar við vorum á bakvið að elta skæruliða. Það vissi enginn hverj- ir þeir voru eða hvar; við fund- um ekki annað en þorp og svo vorum við látnir taka þau. Skjóta og brenna alltsaman, hús og fólk .. . Hann þagnaði og drakk úr glasinu í einum teyg og hellti jafnskjótt í það aftur, gleymdi í þetta sinn að blanda. Hann var orðinn sótrauður í framan og augað þanið og starandi, það fóru ógeðfelldir rykkir um andlitið og axlirnar. Hann var aftur farinn að handleika hnífinn og gerði það af nokkurri kúnst. Ég var á nálum um að hann negldi mig við stólinn ef ég segði orð. Við kveiktum einna helst í því þegar við vorum skotfæralitlir, tða þá til tilbreytingar, hélt hann áfram. Rákum það inní einhverja lilöðuna og lögðum svo eld í allt- saman. Þetta gat verið gaman, sérstaklega þegar farið var að skyggja, þá æddi það útum allar trissur með hár og föt logandi, einsog lifandi blys. Karnival í helvíti. Og hljóðin. Sérstaklega í krökkunum. Hefurðu ekki heyrt krakka grenja þegar hann hefur týnt snuðinu? Það eru ótrúleg hljóð sem geta komið tir svo litl- um skrokkum. Það er lýgilegt hvað raddbönd einnar mann- eskju geta þolað. Og hvað þau entust til að hlaupa. Skál, tók ég framí í von um að hann týndi söguþræðinuin eða legði að minnsta kosti frá sér hnífinn. En það var ekki til þess að hugsa. Að vísu varð þráður frásagnarinnar um hríð nokkuð þokukenndur, en það var ekki við það komandi að liann slitn- aði; kjarninn úr því sem hann lét sér um munn fara næstu mín- úturnar var sem svo: Við stóðum hjá í blíðunni og störðum á þetta bláeygir og vot- eygir, og sótflögurnar svifu um í tíbránni og settust á andlitin og gerðu þau svartgrá einsog á stráknum frá Máritíus, hissa, for- vitnir, einstaka maður skömm- ustulegur, margir hlæjandi. Kval- ir eru yfirleitt skringilegar og af- káralegar í augum þeirra sem ekki líða þær, jafnvel viðurstyggi- legar; það ber ef til vill við að þú fyllist vonsku útí einhvern sem í dauðateygjunum vafrar svo nærri þér að þú neyðist til að stjaka honum frá með byssustingnum. Þetta er ekki egóismi; kvöl er of sjálfstæður, afskorðaður veru- leiki, óháður tíma ogrúmi, nokk- urri vídd, tilað þeir sem fyrir ut- an standa geti tengst henni með samúð og varla einusinni nautn,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.