Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Síða 70

Eimreiðin - 01.05.1968, Síða 70
142 EIMREIÐIN meira að segja verður hún ekki munuð. Núorðið roðna ég niðrí iljar þegar mér verður liugsað til þess hvernig ég lét rneðan Fella- hin í Alsír voru að burðast við að frelsa landið sitt nreð því að plokka úr mér augað. Hjá vitr- ari mönnum með lifandi sálir vekur kvölin gjarnan óslökkv- andi forvitni og einskonar öfund, eitthvað í ætt við þá áráttu að vilja endilega standa undir regn- boganum; sem betur fer eru slík- ir menn sjaldgæfir. Alversti sad- istinn í okkar hópi var guðfræð- ingur og mystíker, ættaður frá Kiel ef ég man rétt, hann var sýknt og lieilagt að röfla um E1 Greco og van Gogh og burðaðist með bækur eftir heilagan Ignatí- us austurfyrir Don og aftur til- baka vesturundir Karpatafjöll; hann trylltist ef við brenndum kirkju án þess að bjarga úr henni íkonunum fyrst. Annars skipti hann ekki skapi og vildi endi- lega brenna allt sem fyrir varð, einkum ef það var lifandi. Hann liafði vakandi andlit þolinmótt, alltaðþví viðkvæmt, og tregi í auga, röddin heit og aðlaðandi fyrir börn. Hann talaði oft um helga menn í Indlandi sem blind- uðu sig með því að glápa í sólina eða gengu þúsund mílur á hnján- um tilað drekkja sér í Ganges. Hann var alltaf uppfylltur af áhuga þegar við höfðurn fengið fyrirmæli um einhverjar gagnað- gerðir, alveg einsog verið væri að undirbúa áramótahátíð í háskól- anum hans, þangað sem menn korna í smóking með lilju fram- aná ásamt ilmveru í blæjum úr silkiefni. Það var einsog hontirn riði á lífinu að finna eitthvað, rétt einsog idíót sem talið hefur sjálfum sér trú um að hann sé sá sem skapaður hafi verið til að verða mannkyninu útum perpe- tuum mobile. En hann fann þetta aldrei. Eftir hverja skæru- liðahreinsun var hann niðurdreg- inn einsog gullgerðarmaður eftir eina misheppnaða tilraunina enn. Hann fór að verða fáorður og niðurdreginn og var tekinn að horast. Holmgxen gaut til mín aug- anu, þrútnu af ákefð, en ég nennti ekki að setja upp eftir- væntingarsvip fyrir hann; hlust- aði á þetta með hálfum áhuga og gerði ráð fyrir að obbinn væri lýgi. Ekki svo að skilja að at- burðirnir gætu ekki hafa gerst, nei, það eina sem maður getur reitt sig á um náunga sinn er að hann er til alls vís. En samkvæmt nrinni reynslu af fólki sem verið hefur í stríði skiptist það í tvo flokka: a) þá senr ekkert vilja segja og b) þá senr endilega vilja segja allt og ljúga því þá að öllunr jafn- aði. En bjórinn hans var góður, frá Elsass, enda eru þeir Þjóð- verjar þar þótt lögum sanrkvæmt heiti þeir Frakkar, en það er ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.