Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 81

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 81
153 Stefdn Júliusson, formaður Rithöfundasambands Islands, afhendir Jan Gehlin, formanni Rithöfundafélags Sviþjóðar, gjöf Rithöfujidasambandsins, Pegasus af silfri eftir Jóhannes Jóhannesson. Til vinstri er Per Olaf Sundman, er hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs siðastliðinn vetur, en hann er varafor- maður sanska rithöfundafélagsins. unda og starfi þeirra í þágu félaga sinna hafa einnig verið góð og iærdómsrík. Þessi kynni hafa mest orðið á síðustu árum í samstarfi okkar í Norræna rithöfundaráðinu. Þar höfum við kynnzt hinni miklu og margvíslegu starfsemi Rithöfundafélags Svíþjóðar og dugnaði for- manns þess, Jans Gehlins. Til vitnis um vinarhug íslenzkra rithöfunda til sænskra stéttar- systkina, viljum við færa félaginu litla gjöf á þessum merkisdegi í sögu þess. Gjöfin er sérstaklega smíðuð handa Rithöfundafélagi Svíþjóðar af íslenzkum listamanni, Jóhannesi Jóhannessyni mál- ara og silfursmið. Um leið og ég afhendi þennan litla Pegasus af silfri, er það von okkar, að honum verði fundinn staður á lieim- ili Rithöfundafélags Svíþjóðar, Lilla Hornsberg, til að minna á framtíðar heillaóskir íslenzkra rithöfunda. Þessi Pegasus stendur á hörðum, sterkum steini. Þannig skyldti samtök okkar rithöfunda vera, örugg og traust, og hið hagkvæma, daglega starf. En hesturinn er að lyfta sér til flugs. Það skyldi vera eilíf áminning um jrann mikilsverða sannleika, að tilgangur starfs- ins er að treysta undirstöðuna, svo að rithöfundarnir geti starfað

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.