Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 14

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 14
HUGMYNDIR STEINGRÍMS ARASONAR sálarfræðinnar og á blómatíma verkhyggjunnar (pragmatism)6 innan heimspek- innar. Eftirlit með námi og kennslu fór mjög vaxandi á þessum tíma, settar voru á fót rannsóknarstöðvar sem söfnuðu upplýsingum og önnuðust skýrslugerð í því skyni að styrkja allt skólastarf og stjóm þess (Research for Tomorrow's Schools ... 1969:52-56). Teachers College Eins og áður er vikið að stundaði Steingrímur nám við Teachers College í Columbia-háskóla í New York, en þar voru saman komnir við kennslu ýmsir mestu áhrifamenn í skólamálum í Bandaríkjunum á þeim tíma. Sagt er að rektor skólans, James Earl Russell (1864-1945), sem reyndist Steingrími (1948:11) „hollur ráðu- nautur", hafi haft einstakt lag á að laða þangað hæfileikaríkt mannval sem hafi átt sitt blómaskeið við skólann (Cremin 1962:172). Edward Lee Thorndike (1874-1949), faðir menntunarsálarfræðinnar (educa- tional psychology), kenndi við skólann á árunum 1904-1940 og John Dewey, sem ásamt William James (1842-1910) og Charles Sanders Peirce (1839-1914) var einn helsti forvígismaður verkhyggjunnar í Bandaríkjunum, var prófessor í heimspeki við Columbia-háskóla frá 1904-1930. Dewey hafði árið 1894 stofnað frægan til- raunaskóla fyrir börn. Skólinn var tengdur kennslufræðideild Chicago-háskóla en við þann háskóla veitti Dewey forstöðu deildinni þar sem heimspeki, sálarfræði og uppeldisfræði voru kenndar. Skólinn var stofnaður til að reyna í verki hugmyndir Deweys um nám og kennslu en þær voru mjög frábrugðnar hefðbundnum hug- myndum þess tíma. Thorndike var nemandi Williams James og Dewey varð fyrir miklum áhrifum af honum (Cremin 1962:110-116). William Heard Kilpatrick (1871-1965), einn allra vinsælasti kennarinn við Teachers College, var eindreginn fylgismaður Deweys og ötull boðberi hugmynda hans. Kilpatrick kenndi við skólann á árunum 1909-1938. Hann var nemandi bæði Deweys og Thomdikes við sama skóla. Sagt er að Kilpatrick hafi hvatt Dewey til að skrifa Democracy and Education árið 1916 (Thayer 1970:285) en sjálfur skrifaði hann grein sína „The Project Method" árið 1918. Þá aðferð þróaði hann í anda heim- spekikenninga Deweys og námslögmála Thorndikes. Árið 1917 kom út hjá skólan- um stytt útgáfa af höfuðriti Thorndikes, Educational Psychology.7 Það var því ekki tíðindalaust í Teachers College á þessum árum. Framstefna í skólamálum Rétt fyrir aldamótin kom upp svokölluð framstefna8 í skólamálum (progressive education) í Bandaríkjunum. Þetta var sterkt andóf gegn hinum hefðbundna skóla þar sem kennarar kenndu heilum bekkjardeildum skýrt afmarkaðar námsgreinar og megináhersla var lögð á minnisnám en árangur nemenda byggðist á auðsveipni 6 Svo nefnir Gunnar Ragnarsson „pragmatism" í þýðingu sinni á bók Johns Dewey, Hozv we think, (Hugsun og menntun). 7 Kom út í þremur bindum á árunum 1913-1914. 8 Hér er farið eftir þýðingu Gunnars Ragnarssonar, „framstefnuskólar77, á „progressive schools". j 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.