Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 14
HUGMYNDIR STEINGRÍMS ARASONAR
sálarfræðinnar og á blómatíma verkhyggjunnar (pragmatism)6 innan heimspek-
innar. Eftirlit með námi og kennslu fór mjög vaxandi á þessum tíma, settar voru á
fót rannsóknarstöðvar sem söfnuðu upplýsingum og önnuðust skýrslugerð í því
skyni að styrkja allt skólastarf og stjóm þess (Research for Tomorrow's Schools ...
1969:52-56).
Teachers College
Eins og áður er vikið að stundaði Steingrímur nám við Teachers College í
Columbia-háskóla í New York, en þar voru saman komnir við kennslu ýmsir mestu
áhrifamenn í skólamálum í Bandaríkjunum á þeim tíma. Sagt er að rektor skólans,
James Earl Russell (1864-1945), sem reyndist Steingrími (1948:11) „hollur ráðu-
nautur", hafi haft einstakt lag á að laða þangað hæfileikaríkt mannval sem hafi átt
sitt blómaskeið við skólann (Cremin 1962:172).
Edward Lee Thorndike (1874-1949), faðir menntunarsálarfræðinnar (educa-
tional psychology), kenndi við skólann á árunum 1904-1940 og John Dewey, sem
ásamt William James (1842-1910) og Charles Sanders Peirce (1839-1914) var einn
helsti forvígismaður verkhyggjunnar í Bandaríkjunum, var prófessor í heimspeki
við Columbia-háskóla frá 1904-1930. Dewey hafði árið 1894 stofnað frægan til-
raunaskóla fyrir börn. Skólinn var tengdur kennslufræðideild Chicago-háskóla en
við þann háskóla veitti Dewey forstöðu deildinni þar sem heimspeki, sálarfræði og
uppeldisfræði voru kenndar. Skólinn var stofnaður til að reyna í verki hugmyndir
Deweys um nám og kennslu en þær voru mjög frábrugðnar hefðbundnum hug-
myndum þess tíma. Thorndike var nemandi Williams James og Dewey varð fyrir
miklum áhrifum af honum (Cremin 1962:110-116).
William Heard Kilpatrick (1871-1965), einn allra vinsælasti kennarinn við
Teachers College, var eindreginn fylgismaður Deweys og ötull boðberi hugmynda
hans. Kilpatrick kenndi við skólann á árunum 1909-1938. Hann var nemandi bæði
Deweys og Thomdikes við sama skóla. Sagt er að Kilpatrick hafi hvatt Dewey til að
skrifa Democracy and Education árið 1916 (Thayer 1970:285) en sjálfur skrifaði hann
grein sína „The Project Method" árið 1918. Þá aðferð þróaði hann í anda heim-
spekikenninga Deweys og námslögmála Thorndikes. Árið 1917 kom út hjá skólan-
um stytt útgáfa af höfuðriti Thorndikes, Educational Psychology.7 Það var því ekki
tíðindalaust í Teachers College á þessum árum.
Framstefna í skólamálum
Rétt fyrir aldamótin kom upp svokölluð framstefna8 í skólamálum (progressive
education) í Bandaríkjunum. Þetta var sterkt andóf gegn hinum hefðbundna skóla
þar sem kennarar kenndu heilum bekkjardeildum skýrt afmarkaðar námsgreinar
og megináhersla var lögð á minnisnám en árangur nemenda byggðist á auðsveipni
6 Svo nefnir Gunnar Ragnarsson „pragmatism" í þýðingu sinni á bók Johns Dewey, Hozv we think, (Hugsun og
menntun).
7 Kom út í þremur bindum á árunum 1913-1914.
8 Hér er farið eftir þýðingu Gunnars Ragnarssonar, „framstefnuskólar77, á „progressive schools".
j
12