Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 61

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 61
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR BREYTT ATVINNULÍF OG FÆRNI STARFSMANNA Könnun á færniþáttum sem taldir eru mikilvægir í atvinnulífi framtíðarinnar / þessari grein er lýst niðurstöðum rannsóknar sem beindist að því að kanna hvort og að hve miklu leyti reyndi á ákveðna almenna færniþætti í störfum ungsfólks, jafnframt því að kanna hvort menntun skipti máli í þeim efnum. Valdir voru færniþættir sem taldir eru nauðsynlegir í atvinnulífi framtíðarinnar. Spurningalisti var lagður fyrir 1000 manna slembiúrtak úr árgangi sem fæddur er árið 1969. Niðurstöður bentu til að nánast í öllum störfum svarenda reyndi á samskipti og tjáningu. Fólk sem lokið hafði námi í framhalds- skóla eða háskóla var fremur í störfum sem reyndu á talsverða kunnáttu í lestri, skrift og reikningi. Það sama átti við um ýmiss konar stjórnunar- og skipulagsfærni og færni í að fást við gögn og upplýsingar. Aftur á móti virtist menntun starfsmanna ekki hafa áhrif á það hvort störf þeirra fælu í sér ákvarðanatöku eða veittu svigrúm til frumkvæðis. í allnokkrum fjölda starfa reyndi ekki á þáfærniþætti sem kannaðir voru' Meginmarkmið þeirrar rannsóknar sem hér greinir frá var að skoða tengsl mennt- unar og eðlis starfa snemma á starfsferli. Skoðað var að hve miklu leyti reyndi í störfum á ákveðna almenna færniþætti* 1 sem taldir eru nauðsynlegir í atvinnulífi framtíðarinnar og hvort menntun skipti máli í þeim efnum (Gerður G. Óskarsdóttir 1994a, 1995a). Þannig beindist athyglin bæði að því að skoða stöðu íslensks at- vinnulífs með hliðsjón af þessum færniþáttum og hvort fólk sem lokið hefði framhalds- eða háskólanámi væri fremur en aðrir í störfum þar sem reyndi talsvert á þessa færni. Stuðst var við kenningar um að störf séu almennt að verða flóknari en áður var. Sett var fram sú tilgáta að krafist væri að einhverju marki allra þeirra færniþátta sem kannaðir voru í nánast öllum störfum en þó í meira mæli í störfum þeirra sem lokið hefðu framhaldsnámi en í störfum þeirra sem ekki hefðu lokið f ramhaldsskóla. í þessari grein er fyrst rætt um starfsundirbúning í framhaldsskóla og greint frá skiptingu nemenda í bóklegt og verklegt nám. Þá er fjallað um breytingar sem nú Ranrtsóknin sem þessi grein er byggð á var styrkt af Vísindaráði íslands, Rannsóknasjóði Háskóla íslands og menntamálaráðuneytinu. 1 í þessari grein eru orðin fæmi og fæmiþættir notuð yfir enska orðið skills en hæfni yfir enska orðið competence (sjá Ensk-íslenska orðabók 1991). Með almennum færniþáttum er átt við fæmi sem nýtist í margvíslegum störfum jafnt sem í daglegu lífi. Þjálfun í almennum færniþáttum er hluti af almennri menntun. Með sérhæfðri færni er átt við færniþætti sem miðast við ákveðin störf eða starfssvið. Formleg starfsmenntun felst m.a. í að þjálfa sérhæfða færniþætti en að sjálfsögðu einnig margs konar almenna fæmi. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 4. árg. 1995 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.