Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 75

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 75
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR Tölvunotkun var könnuð og reyndist hún útbreiddust í hópi svarenda með há- skólamenntun og stúdentspróf (um eða yfir helmingur í þessum hópum). Sömu hópar notuðu einnig í ríkari mæli tölvur til annars en ritvinnslu (nefndu m.a. gagnagrunn eða bókhaldskerfi). Annars konar tæknileg kunnátta var tengd ein- stökum störfum. Til þess að kanna að hve miklu leyti reyndi á yfirsýn svarenda í starfi voru þeir spurðir hvort þeir þyrftu að hafa yfirsýn yfir störf annarra til að geta sinnt starfi sínu. Um þriðjungur sagði það nauðsynlegt, 41% útskrifaðra og 27% brottfalls- nfemenda. Jafnframt var spurt um nauðsyn þess að hafa yfirsýn yfir störf fólks utan vinnustaðar og aðra vinnustaði. Örfáir, eða um 7%, kváðust nauðsynlega þurfa að hafa yfirsýn yfir störf fólks utan vinnustaðar síns en um helmingur þurfti nauð- synlega eða að hluta að þekkja aðra vinnustaði. Meginniðurstaða Fyrri tilgátan var að öll störf sem viðmælendur sinntu krefðust að einhverju marki þeirra færniþátta sem spurt var um. Sú varð ekki raunin nema hvað varðar færni í samskiptum og tjáningu (í 90% starfa reyndi á þessa þætti). Einhvers konar tækni- kunnáttu (þ.m.t. kunnáttu á tölvu) var krafist í tæplega 90% starfa sem sinnt var af viðmælendum í könnuninni. Síðari tilgátan um jákvæð tengsl menntunar og beitingu þeirra færniþátta í starfi sem kannaðir voru fékk stuðning hvað varðar flesta þá þætti sem spurt var um (þó ekki frumkvæði og ákvarðanatöku). Því meiri sem menntunin var þeim mun líklegra var að menn væru í störfum sem reyndu talsvert á þá. Fólk með starfs- menntun úr framhaldsskóla eða háskólanám og þeir sem voru með stúdentspróf voru fremur en aðrir í störfum sem nýttu þessa færniþætti.3 Athyglisvert var að enginn munur kom fram á færnikröfum í störfum þeirra sem lokið höfðu tveggja ára námsbrautum í framhaldsskóla og störfum brottfallshópsins. Sérstök athugun á mun milli karla og kvenna sem þátt tóku í könnuninni benti til að nokkuð jafnt reyndi á þá færniþætti sem kannaðir voru í störfum beggja kynja. Það getur að sjálfsögðu breyst þegar líður á starfsferilinn (Gerður G. Óskars- dóttir 1995c). UMRÆÐA Markmið þessarar rannsóknar var að kanna í hve miklum mæli reyndi á ákveðna færniþætti í störfum fólks sem var að stíga sín fyrstu spor í atvinnulífinu eftir að skóla sleppti og hvort færnikröfur í störfum tengdust menntun starfsmanna. Valdir voru þættir sem margir telja að muni verða sérstaklega mikilvægir í framtíðinni og spáð hefur verið að allir starfsmenn þurfi að ráða við, eigi fyrirtæki að blómstra við 3 í athugun á áhrifum launa á menntun kom fram að spá má fyrir um að fólk með starfsmenntun úr framhalds- skóla eða háskólamenntun geti hækkað laun sín með því að Ijúka námi samanborið við að hafa aðeins grunn- skólamenntun. Aftur á móti komu ekki fram tengsl stúdentsprófsmenntunar og launa (Gerður G. Óskarsdóttir 1994b, 1995a). Af þessum niðurstöðum og þeim niðurstöðum sem greint er frá í þessari grein má því draga þá ályktun að atvinnulífið nýti sér stúdentsmenntunina en meti hana ekki til launa. 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.