Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 92

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 92
SKÓLASAFNSFRÆÐI - SÉRSTÖK NÁMSGREIN Að byggja upp safnkost og skipuleggja hattn Til þess að skólasafn nýtist nemendum og kennurum í skólastarfi þarf að byggja upp fjölbreytt og gott grunnsafn bóka og nýsigagna sem síðan er aukið og bætt eftir þörfum. Safninu er ætlað að styðja við nám í öllum námsgreinum nemenda á aldrinum 6-16 ára (Aðalnámskrá grunnskóla 1989:17-18), en einnig að koma til móts við áhugasvið og óskir nemenda um bækur og gögn til að nota í tómstundum. Enn fremur þarf að vera til gott safn fræðirita, tímarita og annarra gagna fyrir kennara. Skólasafnskennari á að vera sérfróður um bækur og kennslugögn til nota á skólasafni í grunnskóla. Hann þarf því að hafa víðtæka þekkingu á sviði skáldrita, einkum bama- og imglingabóka, jafnt sem fræðirita, og þekkingu á nýsigögnum af öllum gerðum, svo sem myndböndum, hljómdiskum, skyggnum, glærum, hljóð- bókum, tölvuforritum og tölvudiskum með texta og/eða myndum. Til þess að svo megi verða þarf skólasafnskennarinn að fá staðgott yfirlit yfir þau gögn sem á boðstólum eru og haldgóða kennslu í að meta þau á bókmenntalegum, kennslu- fræðilegum og listrænum grunni. Hann þarf að þekkja til lestrarvenja barna og unglinga og kunna skil á kenningum um lesskilning. Við val á safnkosti þarf skóla- safnskennarinn enn fremur að taka mið af námsefni og kennsluaðferðum í grunn- skóla. Skólasafnskennari þarf að þekkja bókasafnakerfi landsins, hafa gott yfirlit yfir og geta nýtt bókaskrár og gagnabrunna á netum sem að notum koma í starfi hans. Einnig þarf hann að þekkja flokkunarkerfi Deweys, skráningarreglur og geta unnið við spjaldskrá. Allt bendir til þess að innan fárra ára verði flest skólasöfn með tölvutækar skrár. Skólasafnskennarinn þarf að hafa á valdi sínu ýmis önnur störf í tengslum við rekstur á safnkosti, svo sem kaup og frágang á gögnum, uppröðun, grisjun, safntalningu og skýrslugerð. Auk þess er æskilegt að hann hafi nokkra þekkingu á innréttingum og búnaði skólasafna. Þess ber að geta að fræðsluskrifstofumar í Reykjavík og á Reykjanesi veita skólasöfnunum í fræðsluumdæmum sínum sérfræðilega ráðgjöf og þjónustu. Er hér einkum um að ræða innkaup (eftir pöntunum skólasafnskennara), flokkun, skrán- ingu og frágang á gögnum. Umfang og inntak þjónustu við söfnin af hálfu fræðslu- yfirvalda í landinu hefur augljós áhrif á starfsvettvang skólasafnskennarans. Eðli þessarar þjónustu ræður því miklu um hvers konar menntun kemur starfsfólki safnanna að bestum notum. Þetta á ekki síst við um flokkun og skráningu gagna og spjaldskrárgerð. Til þess að byggja upp safnkost á skólasafni og gera hann aðgengilegan nem- endum og kennurum þarf skólasafnskennari, eins og áður var að vikið, að búa yfir bæði bókasafnsfræðilegri og kennslufræðilegri þekkingu sem tæpast verður aðskil- in. Athugum í þessu samhengi hvaða þættir, sem nefndir hafa verið hér á undan, hafa áhrif á val á safnkosti. Enn fremur er fróðlegt að átta sig á hvaða þættir eiga heima í námi fyrir kennara og bókasafnsfræðinga þótt í öðrum mæli sé en í námi ætluðu skólasafnskennurum. Þetta er sýnt í Töflu 4. Að mínu áliti eiga margir þáttanna heima í námi bæði fyrir bókasafnsfræðinga og kennara þótt munur geti verið á umfangi og áherslu. Samkvæmt töflunni geta að- eins þrír þættir flokkast einvörðungu undir annað af þessu tvennu, en slíkt hlýtur 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.