Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 96
SKOLASAFNSFRÆ.ÐI
SERSTOK
NÁMSGRE
N
bundnum skilningi. Þessir þættir verða ekki skildir að frekar en bókasafnsfræðilegi
og kennslufræðilegi þátturinn í starfi skólasafnskennarans.
í lýsingunni á starfssviði skólasafnskennarans hef ég nefnt flest þau störf sem
skólasafnskennarinn þarf að hafa með höndum. Þau eru ekki öll jafn umfangs- eða
þýðingarmikil. Ég hef bent á að ýmis sérfræðistörf eins og flokkun og skráning séu
nú þegar í höndum fræðsluskrifstofanna í fjölmennustu fræðsluhéruðum landsins
og skólar annarra fræðsluhéraða eiga þess kost að kaupa þessa þjónustu, t.d. hjá
Þjónustumiðstöð bókasafna.
Af framansögðu er ljóst að störf skólasafnskennarans eru margbreytileg og
reyna á þekkingu og fæmi af ýmsum toga. Námið verður því að taka mið af þeim
fjölmörgu verkefnum sem skólasafnskennarinn þarf að sinna. Ahersluþætti náms í
skólasafnsfræði má í stórum dráttum flokka í tvennt:
- að skólasafnskennarinn verði sérfróður utn bækur, nýsigögn, fjölmiðla og gagna-
grunna sem að notum koma á skólasöfnum.
- að skólasafnskennarinn verði vel fær um að leiðbeina nemendum um allt það
sem lýtur að safninu og safnkostinum.
Markmið með náminu
Með námi í skólasafnsfræði við Kennaraháskóla Islands ætti að minni hyggju að
stefna að því að koma á fót haldgóðri og heildstæðri menntun á öllum sviðum
greinarinnar. Námið verður að veita fræðilega og verklega þekkingu til þess að
byggja upp og reka skólasafn sem er í senn fræðslu-, upplýsinga- og menningar-
miðstöð. Námið miði þess vegna að því að:
- gefa yfirlit um þróun og sögu skólasafiia og innsýn í hlutverk þeirra innan hvers
einstaks skóla og í almennri skólaþróun.
- veita víðtæka þekkingu á skáldritum, fræðiritum og nýsigögnum sem geri þátt-
takendurfæra um að meta og velja slík gögn til nota á safni ígrunnskóla.
- efla skilning á flokkun og skráningu gagna og uppbyggingu skráa.
- Sefa yfirsýn yfir bókasafnakerfi landsins og þjálfa leit að upplýsingum í prentuð-
um skrám og tölvuskrám sem söfnin hafa aðgang að.
- veita þá kennslufræðilegu þekkingu sem er nauðsynleg til þess að þátttakendur
verðifærir um að tniðla safnkostinum, þ.e. að fræða um safnið, leiðbeina grunn-
skólanetnendum við að afla gagna, nýta sér heimildir og velja bækur til náms og
afþreyingar.
- gefa innsýn í lestrarvenjur barna og unglinga og not þeirra aföðrum miðlutn en
bókinni. Fjallað verði um lestrarfræði og aðferðir við að miðla fræðilegum og
bókmenntalegum texta þannig að þátttakendur geti örvað lestraráhuga og eflt
lesskilning nemenda sinna. jafnframt verði tekið á sömu þáttum hvað aðra miðla
varðar.
- gera þátttakendur færa um að reka gagna- og tækjasmiðju í tengslutn við safnið
þar sem grunnskólanemendur fá tækifæri og aðstoð við að vinna úr upplýs-
ingum á margvíslegan hátt og semja og búa til eigið efni.
94