Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 103

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Síða 103
HELGA MAGNEA STEINSSON kennslukönnun (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir 1992:111) sem m.a. fór fram í framhalds- skólum kemur fram í svörum námsráðgjafa að tveir af hverjum þremur telja að sérkennari þurfi að vera til taks innan framhaldsskóla. Langt er í að þörfum allra framhaldsskólanemenda fyrir aðstoð verði fullnægt, þar sem m.a. kemur fram í mati umsjónarkennara að 56,0% framhaldsskólanemenda á landinu fá ekki þá aðstoð sem þeir þurfa. Meginástæður þess að nemendur þurfa á aðstoð að halda eru vitrænar (28,2%), geðrænar, tilfinninga- eða félagslegar (28,8%), líkamlegar (9,0%) og fleiri ástæður en ein (32,0%). í könnuninni kemur einnig fram að 67,0% umsjónarkennara vilja helst ráða sérkennara til að sinna seinfærum nemendum. Niðurstöður könnunarinnar á þörf fyrir sérkennara á framhaldsskólastigi sýna að námsráðgjafar og sérkennarar þurfa að samræma störf sín. Athygli vekur að framhaldsskólakennarar vilja láta fylgjast betur með nemend- um sínum en treysta sér ekki til þess sjálfir. Spurningar vakna um það m.a. hvort þá skorti öryggi eða tíma til að beita faglegri þekkingu eða hvort þeir hafi ekki aðgang að kennslu- og námsráðgjafa. Ljóst er að full þörf er á að skólar setji sér markmið með uppbyggingu aðstoðarkerfis og kynni skipulag þess fyrir starfandi kennurum svo það megi verða aðstoð við þá engu síður en nemendur. Til þess að skólayfir- völd geti betur skipulagt samstarf ráðgefandi aðila innan skóla er mikilvægt að samstarf þeirra sé skilgreint m.t.t. tengsla námsráðgjafar og sérkennslu. Á ánmum 1990 til 1992 var gerð tilraun á vegum menntamálaráðuneytisins með störf námsráðgjafa í grunnskóla. í ljós kom að í fyrstu voru aðrir fagaðilar í varnarstöðu gagnvart námsráðgjafanum þar sem starfslýsingar hans sköruðust við starfssvið þeirra. Sérkennarinn var óánægður með að tímar til námsráðgjafar voru teknir af sérkennslukvótanum og fannst að námsráðgjöfin ætti að hafa sérkvóta þar sem um nýja stétt innan skólans var að ræða (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir 1992). Eftir tilraunina voru allir samstarfsaðilar sammála um að starf námsráðgjafa væri kærkomin viðbót og stuðningur bæði við nemendur og kennara. Sérkennaran- um fannst starf námsráðgjafans létta mjög á sér og taldi nauðsynlegt að námsráð- gjafi yrði nokkurskonar tengiliður við skólastjórnendur. Námsráðgjafanum tókst að skapa þannig andrúmsloft innan skólans að allir nemendur gátu leitað óhikað til námsráðgjafans með persónuleg vandamál. Námsráðgjafinn var einnig í beinum tengslum við nemendur í gegnum náms- og starfsfræðslu. Skörun starfssviða sérkennara og námsráðgjafa verður mun ljósari þegar einstök mál eru skoðuð. Verkefnin eru mismunandi. Sérkennarinn hefur hingað til verið ráðgjafi nemenda með sérþarfir á meðan námsráðgjafinn er ráðgjafi allra nemenda. Það er mjög mikilvægt að ráðgjafarnir séu færir um að vísa hver á annan og hafi dómgreind til að bera þegar meta skal hvort hægt sé að leysa ákveðið mál innan skólans í samvinnu við aðra ráðgjafa, umsjónarkennara og foreldra, eða vísa þurfi málinu til annarra sérfræðinga utan skólans, t.d. sálfræðinga, félagsmálayfir- valda eða heilbrigðisstétta. Fagmennska ráðgjafans ræðst af þeim aðferðum sem hann tileinkar sér. Hann þarf að hafa að leiðarljósi þarfir skjólstæðinga sinna fyrir viðkomandi ráðgjöf og sjá hvaða möguleika skólirm hefur til þess að auðvelda nemandanum nám við skólann. Þegar sérkennari eða námsráðgjafi er að vinna með sálræn vandamál, fötlun, náms- 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.