Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 35

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 35
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ÞEGNSKAPARMENNTUN: FLOKKUN, INNTAK OG HEFÐBUNDIN ANDMÆLI Það er enginn endir á skrifum um þegnskaparmenntun og ég get ekki gert nema broti af þeim skil hér. Fyrst er ef til vill ráð að spyrja ekki einungis hví þegnskaparmennt- unin sjálf heldur lífsleikni almennt hefur fengið þvílíkan byr í segl í skólamálaum- ræðu á Vesturlöndum á síðustu árum. Var ekki búið að gefa allt slíkt siðmenntartutl upp á bátinn fyrir um aldarfjórðungi eða að minnsta kosti þynna það út í huglæga greiningu nemenda á eigin lífsgildum? Við þessu er til jafnt bölsýnt svar sem bjart- sýnt. Hinir bölsýnu segja að skólamönnum og foreldrum, sem tortryggnir voru á alla skipulega kennslu um lífsgildi í skólum, hafi smám saman skipast hugur við að fylgj- ast með siðrofi samfélagsins: aukinni glæpatíðni og eiturlyfjaneyslu, dvínandi kosn- ingaþátttöku ungs fólks og stjórnmálaáhuga og sífellt skaðvænni ánetjan kynþátta- hyggju og annarra öfgastefna. Kjarnafjölskyldan er skyndilega komin í minnihluta og þótt einstæðir foreldrar séu ekki verri uppalendur en hjónafólk þá er tími þeirra til uppeldis eðlilega ódrýgri þar sem aðeins einn kemur í tveggja stað (sjá t.d. Guð- mundur H. Frímannsson 2001:304). Bjartsýnismennirnir blása á þetta hnignunartal og telja að framsókn, eða öllu heldur endurreisn, lífsleiknikennslu á síðustu árum stafi fremur af nýjum og uppörvandi kenningum um kostinn á siðlegu uppeldi í skól- um: að unnt sé að móta skaphöfn barna þar tilfinningalega (t.d. Goleman 1995) og sið- ferðilega (t.d. Damon 1988) á mun markvissari hátt og mun fyrr en áður var talið. Hver sem höfuðástæðan er þá hefur vindáttin vissulega snúist og léð lífsleikni byr í segl, meðal annars hér á landi eins og glöggt má sjá af aðalnámskránni frá 1999. Eft- ir stendur hins vegar spurningin: hvernig lífsleikni? í eldri ritgerð minni um lífsleikni- kennslu skipti ég hugmyndum síðustu áratuga um siðmennt í skólum í fjóra megin- flokka og notaði til þess annars vegar efnislegt, siðferðilegt kennimark (alþjóðahyggju andspænis afstæðislnjggju) og hins vegar formlegt, aðferðafræðilegt (inntakshyggju andspænis formhyggju). Samkvæmt siðferðilegu alþjóðahyggjunni eru til sammann- leg siðferðileg grunngildi sem velta á sameiginlegum lífskostum umhverfis og mann- eðlis hvar sem er í heiminum og á hvaða tíma sem er; á þau beri að leggja höfuð- áherslu í lífsleiknikennslu. Afstæðishyggjumennirnir hafna hins vegar alfarið tilvist slíkra grunngilda eða draga að minnsta kosti úr vægi þeirra; meira máli skipti í lífs- leiknikennslu að hamra á grenndargildum viðkomandi menningar(-kima) eða trúar- bragða en hinum meintu ynni/igildum. Samkvæmt inntakshyggjunni er efni þeirra sanninda sem uppljúkast eiga nemendum í lífsleiknikennslunni mikilvægara en kennslufræðin sem notuð eru til að koma þeim á framfæri; inntakshyggjumenn eru því einatt aðferðafræðilegir fjölhyggjusinnar og stinga á víxl upp á tamningu, hlut- verkaleikjum, umræðum, sögulestri og raunar hverju sem að gagni kemur við að gera börnin góð og fróð. Formhyggjumenn standa á hinn bóginn á því fastar en fót- um að einskorða beri lífsleiknikennslu við leiðir til að hugsa um siðferðileg og póli- tísk efni; þeir mæla því oftast með gagnrýnum umræðum sem hinni einu réttu kennsluaðferð í lífsleikni (Kristján Kristjánsson 2001). 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.