Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 35
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
ÞEGNSKAPARMENNTUN:
FLOKKUN, INNTAK OG HEFÐBUNDIN ANDMÆLI
Það er enginn endir á skrifum um þegnskaparmenntun og ég get ekki gert nema broti
af þeim skil hér. Fyrst er ef til vill ráð að spyrja ekki einungis hví þegnskaparmennt-
unin sjálf heldur lífsleikni almennt hefur fengið þvílíkan byr í segl í skólamálaum-
ræðu á Vesturlöndum á síðustu árum. Var ekki búið að gefa allt slíkt siðmenntartutl
upp á bátinn fyrir um aldarfjórðungi eða að minnsta kosti þynna það út í huglæga
greiningu nemenda á eigin lífsgildum? Við þessu er til jafnt bölsýnt svar sem bjart-
sýnt. Hinir bölsýnu segja að skólamönnum og foreldrum, sem tortryggnir voru á alla
skipulega kennslu um lífsgildi í skólum, hafi smám saman skipast hugur við að fylgj-
ast með siðrofi samfélagsins: aukinni glæpatíðni og eiturlyfjaneyslu, dvínandi kosn-
ingaþátttöku ungs fólks og stjórnmálaáhuga og sífellt skaðvænni ánetjan kynþátta-
hyggju og annarra öfgastefna. Kjarnafjölskyldan er skyndilega komin í minnihluta og
þótt einstæðir foreldrar séu ekki verri uppalendur en hjónafólk þá er tími þeirra til
uppeldis eðlilega ódrýgri þar sem aðeins einn kemur í tveggja stað (sjá t.d. Guð-
mundur H. Frímannsson 2001:304). Bjartsýnismennirnir blása á þetta hnignunartal
og telja að framsókn, eða öllu heldur endurreisn, lífsleiknikennslu á síðustu árum
stafi fremur af nýjum og uppörvandi kenningum um kostinn á siðlegu uppeldi í skól-
um: að unnt sé að móta skaphöfn barna þar tilfinningalega (t.d. Goleman 1995) og sið-
ferðilega (t.d. Damon 1988) á mun markvissari hátt og mun fyrr en áður var talið.
Hver sem höfuðástæðan er þá hefur vindáttin vissulega snúist og léð lífsleikni byr
í segl, meðal annars hér á landi eins og glöggt má sjá af aðalnámskránni frá 1999. Eft-
ir stendur hins vegar spurningin: hvernig lífsleikni? í eldri ritgerð minni um lífsleikni-
kennslu skipti ég hugmyndum síðustu áratuga um siðmennt í skólum í fjóra megin-
flokka og notaði til þess annars vegar efnislegt, siðferðilegt kennimark (alþjóðahyggju
andspænis afstæðislnjggju) og hins vegar formlegt, aðferðafræðilegt (inntakshyggju
andspænis formhyggju). Samkvæmt siðferðilegu alþjóðahyggjunni eru til sammann-
leg siðferðileg grunngildi sem velta á sameiginlegum lífskostum umhverfis og mann-
eðlis hvar sem er í heiminum og á hvaða tíma sem er; á þau beri að leggja höfuð-
áherslu í lífsleiknikennslu. Afstæðishyggjumennirnir hafna hins vegar alfarið tilvist
slíkra grunngilda eða draga að minnsta kosti úr vægi þeirra; meira máli skipti í lífs-
leiknikennslu að hamra á grenndargildum viðkomandi menningar(-kima) eða trúar-
bragða en hinum meintu ynni/igildum. Samkvæmt inntakshyggjunni er efni þeirra
sanninda sem uppljúkast eiga nemendum í lífsleiknikennslunni mikilvægara en
kennslufræðin sem notuð eru til að koma þeim á framfæri; inntakshyggjumenn eru
því einatt aðferðafræðilegir fjölhyggjusinnar og stinga á víxl upp á tamningu, hlut-
verkaleikjum, umræðum, sögulestri og raunar hverju sem að gagni kemur við að
gera börnin góð og fróð. Formhyggjumenn standa á hinn bóginn á því fastar en fót-
um að einskorða beri lífsleiknikennslu við leiðir til að hugsa um siðferðileg og póli-
tísk efni; þeir mæla því oftast með gagnrýnum umræðum sem hinni einu réttu
kennsluaðferð í lífsleikni (Kristján Kristjánsson 2001).
33