Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 46
BETUR MÁ EF OUGA SKAL
hvernig til hefur tekist með þau sjónarmið í hinum nýju námskrám framhaldsskól-
ans. Eru þær í samræmi við ákvæði jafnréttislaga og geta þær talist skref fram á við
frá sjónarhorni kyngervis?
Námskrárnar eru skoðaðar út frá fjórum mismunandi sjónarhornum. I fyrsta lagi
er sjónum beint að orðræðu um menntun kynjanna á Vesturlöndum og hvaða hug-
myndir endurspeglast í námskrám framhaldsskólans um konur og karla sem borgara
eða þegna (Dillabough og Arnot, 2000). I öðru lagi er athyglinni beint að vægi og inni-
haldi námsgreina, hvort samsetning námsáfanga á brautum og innihald námsáfanga
séu líkleg til að efla kynjajafnrétti, t.d. með því að draga úr kynbundnu námsvali eða
áhrifum þess. I þriðja lagi er athugað hvers konar hugmyndir um kynjajafnrétti móta
námskrána og að síðustu hvernig taka skal á jafnréttisfræðslu.
Fyrst verður gerð grein fyrir fræðilegum bakgrunni og meginspurningar settar
fram. Síðan er rakið hvaða gögn eru tekin til athugunar, þau greind og að lokum eru
niðurstöður ræddar og bent á æskilegar úrbætur.
FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR
Þegnskaparmenntun (citizen education)
Eftir að konur fengu kosningarétt og kjörgengi hefur jafnréttisbarátta kvenna snúist
um það á hvaða forsendum konur verða fullgildir þegnar í lýðræðisþjóðfélögum
Vesturlanda, fremur en útilokun þeirra frá þegnrétti. Þrátt fyrir fengin lýðréttindi
reyndist lengi, og reynist sumstaðar enn, ómögulegt fyrir konur að komast inn á
ákveðin svið í vestrænum þjóðfélögum enda hefur verið litið á konur í valdastöðum
sem senu- eða innbrotsþjófa (Foster, 2000). Talið er (Martin, 1985; Riot-Sarcey, 1997)
að ein ástæða þessa sé sú að aðalstörf kvenna fram eftir 20. öld, á vettvangi fjölskyld-
unnar, hafi verið skilgreind á einkasviði, utan við hið opinbera svið menntunar og
um leið hins almenna borgara. Þetta megi rekja til aðgreiningar Rousseaus (m.a.
í Ernile frá 1762) á opinberu sviði stjórnmála og atvinnulífs annars vegar og einkalífs
hins vegar. Konur voru skilgreindar á einkasviði og karlar á opinbera sviðinu með
skírskotun í eðlishyggju sem virðist lífsseig þrátt fyrir skort á sönnunum og tilraunir
til afbyggingar (Guðný Guðbjörnsdóttir, 1994). Að baki þjóðfélagssáttmálans sem
flest lýðræðisríki byggja á var kynjasáttmáli sem stýrði valdastöðu karla og kvenna
(Pateman, 1988). Með honum voru konur gerðar háðar körlum efnahagslega, stjórn-
málalega og kynferðislega, þær voru útilokaðar frá þátttöku í atvinnulífi og stjórn-
málum og barneignum þeirra og kynlífi var stjórnað með hjónabandinu.
Eins og Pateman (1988) hefur bent á hafa áhrif þjóðfélagssáttmálans verið mikil á
sama tíma og menntakerfi Vesturlanda voru í mótun. Þrátt fyrir ábendingar frá fræði-
mönnum og hópum, eins og t.d. kvennahreyfingunni, hafi reynst erfitt að breyta
grunnhugsun í skólakerfum Vesturlanda þó telja megi líklegt að það sé forsenda
menntunar í anda kynjajafnréttis. Aðgreiningin í einkasvið og opinbert svið ein-
angraði fjölskylduna og hjónabandið frá opinberri umræðu og starf eiginkonunnar
var talið óviðkomandi mótun sjálfsmyndar þegnsins í lýðræðisþjóðfélagi, samanber
44