Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 46

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 46
BETUR MÁ EF OUGA SKAL hvernig til hefur tekist með þau sjónarmið í hinum nýju námskrám framhaldsskól- ans. Eru þær í samræmi við ákvæði jafnréttislaga og geta þær talist skref fram á við frá sjónarhorni kyngervis? Námskrárnar eru skoðaðar út frá fjórum mismunandi sjónarhornum. I fyrsta lagi er sjónum beint að orðræðu um menntun kynjanna á Vesturlöndum og hvaða hug- myndir endurspeglast í námskrám framhaldsskólans um konur og karla sem borgara eða þegna (Dillabough og Arnot, 2000). I öðru lagi er athyglinni beint að vægi og inni- haldi námsgreina, hvort samsetning námsáfanga á brautum og innihald námsáfanga séu líkleg til að efla kynjajafnrétti, t.d. með því að draga úr kynbundnu námsvali eða áhrifum þess. I þriðja lagi er athugað hvers konar hugmyndir um kynjajafnrétti móta námskrána og að síðustu hvernig taka skal á jafnréttisfræðslu. Fyrst verður gerð grein fyrir fræðilegum bakgrunni og meginspurningar settar fram. Síðan er rakið hvaða gögn eru tekin til athugunar, þau greind og að lokum eru niðurstöður ræddar og bent á æskilegar úrbætur. FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR Þegnskaparmenntun (citizen education) Eftir að konur fengu kosningarétt og kjörgengi hefur jafnréttisbarátta kvenna snúist um það á hvaða forsendum konur verða fullgildir þegnar í lýðræðisþjóðfélögum Vesturlanda, fremur en útilokun þeirra frá þegnrétti. Þrátt fyrir fengin lýðréttindi reyndist lengi, og reynist sumstaðar enn, ómögulegt fyrir konur að komast inn á ákveðin svið í vestrænum þjóðfélögum enda hefur verið litið á konur í valdastöðum sem senu- eða innbrotsþjófa (Foster, 2000). Talið er (Martin, 1985; Riot-Sarcey, 1997) að ein ástæða þessa sé sú að aðalstörf kvenna fram eftir 20. öld, á vettvangi fjölskyld- unnar, hafi verið skilgreind á einkasviði, utan við hið opinbera svið menntunar og um leið hins almenna borgara. Þetta megi rekja til aðgreiningar Rousseaus (m.a. í Ernile frá 1762) á opinberu sviði stjórnmála og atvinnulífs annars vegar og einkalífs hins vegar. Konur voru skilgreindar á einkasviði og karlar á opinbera sviðinu með skírskotun í eðlishyggju sem virðist lífsseig þrátt fyrir skort á sönnunum og tilraunir til afbyggingar (Guðný Guðbjörnsdóttir, 1994). Að baki þjóðfélagssáttmálans sem flest lýðræðisríki byggja á var kynjasáttmáli sem stýrði valdastöðu karla og kvenna (Pateman, 1988). Með honum voru konur gerðar háðar körlum efnahagslega, stjórn- málalega og kynferðislega, þær voru útilokaðar frá þátttöku í atvinnulífi og stjórn- málum og barneignum þeirra og kynlífi var stjórnað með hjónabandinu. Eins og Pateman (1988) hefur bent á hafa áhrif þjóðfélagssáttmálans verið mikil á sama tíma og menntakerfi Vesturlanda voru í mótun. Þrátt fyrir ábendingar frá fræði- mönnum og hópum, eins og t.d. kvennahreyfingunni, hafi reynst erfitt að breyta grunnhugsun í skólakerfum Vesturlanda þó telja megi líklegt að það sé forsenda menntunar í anda kynjajafnréttis. Aðgreiningin í einkasvið og opinbert svið ein- angraði fjölskylduna og hjónabandið frá opinberri umræðu og starf eiginkonunnar var talið óviðkomandi mótun sjálfsmyndar þegnsins í lýðræðisþjóðfélagi, samanber 44
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.