Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 56
BETUR MA EF DUGA S K A L
leikni. Lífsleiknin nær til allra bóknámsbrauta en ekki til starfsmenntabrauta og er
aðeins 3 af 140 einingum til stúdentsprófs.
SAMANTEKT Á NIÐURSTÖÐUM OG UMRÆÐA
Að lokum er ætlunin að draga niðurstöður saman og svara meginspurningum athug-
unarinnar. Fyrst var spurt um hvers konar hugmyndir endurspeglast í námskránum
um þegnaskaparmenntun fyrir konur og karla. Greina má viðleitni til að yfirvinna
annmarka þjóðfélagssáttmálans fyrrnefnda, svo og kynjasáttmálans bæði í jafnrétt-
islögum, í grunnskólalögum og í sérritinu Jafnrétti kynjanna (1999), með því að til-
greina skýrt að skólinn eigi að undirbúa bæði kynin jafnt undir þátttöku í atvinnulífi,
fjölskyldulífi og sem samfélagsþegna (Arnot og Dillabough, 2000; Martin, 1985) eins
og tíðkast víðar á Norðurlöndum (Gordon, Holland og Lahelma, 2000:189). Þetta á
hins vegar ekki við um lög um framhaldsskóla (80/1996, 2. grein) þar sem áhersla á
vinnu og frekara nám eru ráðandi markmið. En hvað með námskrárnar?
Þessi stefna kemur alls ekki skýrt fram í námskrám framhaldsskólans. Það sætir
því furðu að í sérritinu jafnrétti kynjanna segir að við gerð námskránna hafi verið unn-
ið samkvæmt þeirri stefnu ráðuneytisins sem þar birtist. í stuttu máli sagt eru
námskrárnar með kynhlutlaust yfirbragð og miðast við hefðbundnar námsgreinar.
Undantekningin er lífsleiknin sem taka á bæði á fjölskyldu- og jafnréttismálum,
ásamt ýmsu öðru á öllum bóknámsbrautum, en aðeins er um 3 einingar af 140 að
ræða. Lífsleiknin er hugsuð sem praktísk grein sem byggir fyrst og fremst á reynslu
nema og mun því varla fá sama vægi og hefðbundnar námsgreinar í námskrá fram-
haldsskólans ef marka má áðurnefnd viðmið um virðingarröð fræðigreina (Young,
1998). Ef hvetja á drengi til jafnrar virkni í fjölskyldulífi og stúlkur, eða stúlkur til að
sækja í raungreinar í jafnréttisskyni, má telja líklegt að það njóti meiri virðingar fyrir
stúlkur jafnt sem pilta að sækja í raungreinar en inn á svið fjölskyldunnar (Peterat,
1995:186-187; Bernard-Powers, 1995:201-205). Því má segja að námskrárnar séu hefð-
bundnar að því leyti að menntun fyrir einkalífið er nánast sleppt. Hin hefðbundna
hugsun, að fjölskyldulífið sé á einkasviði og utan við menntahugtakið og svið hins
opinbera, virðist ráðandi með þeirri undantekningu sem felst í lífsleikninni. Ekki
verður séð að farið sé að jafnréttislögum í þessum efnum. Stefnan er ekki líkleg til
þess að jafna fjölskylduábyrgð í þjóðfélagi þar sem konur hafa hefðbundið sinnt
meirihluta heimilisstarfanna og eiga nú í erfiðri launabaráttu á vinnumarkaði: kyn-
ferði eitt og sér skýrir 11-18% launamismunar kynjanna þó í reynd sé launamunur
kynjanna enn meiri og meiri en í flestum nágrannalanda okkar (Félagsvísindastofn-
un, 1995; Toiuards a closing ofthe gender pay gap, 2003).
Auk ófullnægjandi áherslu á undirbúning fyrir fjölskyIdulíf er lítil áhersla á það að
vera þegn í lýðræðisþjóðfélagi. Höfundur er sammála Martin (1985) og Davies (2000)
um að námskrá sem tekur mið af kynferði þurfi ekki bara að hafa jafnmargar mynd-
ir af báðum kynjum í námsbókum og að undirbúa bæði kyn fyrir fjölskyld ulíf; ekki
sé síður mikilvægt að búa nema undir að vera virkir þegnar í lýðræðisþjóðfélagi eins
og jafnréttislögin kveða á um. Slík námskrá verði að þjálfa bæði kyn í að ögra úrelt-
54