Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 56

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Qupperneq 56
BETUR MA EF DUGA S K A L leikni. Lífsleiknin nær til allra bóknámsbrauta en ekki til starfsmenntabrauta og er aðeins 3 af 140 einingum til stúdentsprófs. SAMANTEKT Á NIÐURSTÖÐUM OG UMRÆÐA Að lokum er ætlunin að draga niðurstöður saman og svara meginspurningum athug- unarinnar. Fyrst var spurt um hvers konar hugmyndir endurspeglast í námskránum um þegnaskaparmenntun fyrir konur og karla. Greina má viðleitni til að yfirvinna annmarka þjóðfélagssáttmálans fyrrnefnda, svo og kynjasáttmálans bæði í jafnrétt- islögum, í grunnskólalögum og í sérritinu Jafnrétti kynjanna (1999), með því að til- greina skýrt að skólinn eigi að undirbúa bæði kynin jafnt undir þátttöku í atvinnulífi, fjölskyldulífi og sem samfélagsþegna (Arnot og Dillabough, 2000; Martin, 1985) eins og tíðkast víðar á Norðurlöndum (Gordon, Holland og Lahelma, 2000:189). Þetta á hins vegar ekki við um lög um framhaldsskóla (80/1996, 2. grein) þar sem áhersla á vinnu og frekara nám eru ráðandi markmið. En hvað með námskrárnar? Þessi stefna kemur alls ekki skýrt fram í námskrám framhaldsskólans. Það sætir því furðu að í sérritinu jafnrétti kynjanna segir að við gerð námskránna hafi verið unn- ið samkvæmt þeirri stefnu ráðuneytisins sem þar birtist. í stuttu máli sagt eru námskrárnar með kynhlutlaust yfirbragð og miðast við hefðbundnar námsgreinar. Undantekningin er lífsleiknin sem taka á bæði á fjölskyldu- og jafnréttismálum, ásamt ýmsu öðru á öllum bóknámsbrautum, en aðeins er um 3 einingar af 140 að ræða. Lífsleiknin er hugsuð sem praktísk grein sem byggir fyrst og fremst á reynslu nema og mun því varla fá sama vægi og hefðbundnar námsgreinar í námskrá fram- haldsskólans ef marka má áðurnefnd viðmið um virðingarröð fræðigreina (Young, 1998). Ef hvetja á drengi til jafnrar virkni í fjölskyldulífi og stúlkur, eða stúlkur til að sækja í raungreinar í jafnréttisskyni, má telja líklegt að það njóti meiri virðingar fyrir stúlkur jafnt sem pilta að sækja í raungreinar en inn á svið fjölskyldunnar (Peterat, 1995:186-187; Bernard-Powers, 1995:201-205). Því má segja að námskrárnar séu hefð- bundnar að því leyti að menntun fyrir einkalífið er nánast sleppt. Hin hefðbundna hugsun, að fjölskyldulífið sé á einkasviði og utan við menntahugtakið og svið hins opinbera, virðist ráðandi með þeirri undantekningu sem felst í lífsleikninni. Ekki verður séð að farið sé að jafnréttislögum í þessum efnum. Stefnan er ekki líkleg til þess að jafna fjölskylduábyrgð í þjóðfélagi þar sem konur hafa hefðbundið sinnt meirihluta heimilisstarfanna og eiga nú í erfiðri launabaráttu á vinnumarkaði: kyn- ferði eitt og sér skýrir 11-18% launamismunar kynjanna þó í reynd sé launamunur kynjanna enn meiri og meiri en í flestum nágrannalanda okkar (Félagsvísindastofn- un, 1995; Toiuards a closing ofthe gender pay gap, 2003). Auk ófullnægjandi áherslu á undirbúning fyrir fjölskyIdulíf er lítil áhersla á það að vera þegn í lýðræðisþjóðfélagi. Höfundur er sammála Martin (1985) og Davies (2000) um að námskrá sem tekur mið af kynferði þurfi ekki bara að hafa jafnmargar mynd- ir af báðum kynjum í námsbókum og að undirbúa bæði kyn fyrir fjölskyld ulíf; ekki sé síður mikilvægt að búa nema undir að vera virkir þegnar í lýðræðisþjóðfélagi eins og jafnréttislögin kveða á um. Slík námskrá verði að þjálfa bæði kyn í að ögra úrelt- 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.