Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 60

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 60
BETUR M Á E F DUGA SKAL nánar í Gordon, Holland og Lahelma, 2000b:189; Guðný Guðbjörnsdóttir, 2001, 2003; Apple, 2001a og b). Hefðbundin, greinabundin námskrá eins og námskrá framhaldsskólans gefur lítið rými fyrir umfjöllun um jafnréttismál. Hefðarsinnar (traditionalists) líta á námskrána sem innihald skólastarfs með áherslu á klassískar námsgreinar og grunnfærni, á þekkingu og að hugsa rökrétt. Þekking kennarans er í fyrirrúmi fremur en áhugamál nemenda. Framfarasinnaðar námskrár í anda Deweys og svokallaðar póst- módernískar námskrár þykja líklegri til að skila árangri í jafnréttismálum (Behar Horenstein, 2000). I hinum fyrrnefndu er lögð áhersla á reynslu nema og þverfaglegt nám þannig að auðvelt sé að samhæfa áhugamál nemenda og þær þjóðfélagslegu og menningarlegu aðstæður sem þeir búa við. í síðarnefndu námskránum er áhersla lögð á félagslega stöðu nemenda og reynslu þeirra sem mótast m.a. af kynferði, kyn- þætti, kynhneigð, uppruna eða búsetu. Póstmódernistar gagnrýna hefðbundnar námskrár vegna þess að þær bjóði nemum ekki upp á jafnrétti til náms; haldi uppi gildum og þekkingu ráðandi stétta; þaggi niður í jaðarhópum og horfi fram hjá stað- bundinni, menningarbundinni þekkingu sem viðurkennir fjölmenningu og stað- bundnar aðstæður. Mælt er með opnari námskrá sem er í stöðugri mótun og getur tekið á málefnum líðandi stundar og áhuga nema. Menningarástand samtímans, nýfrjálshyggjustefnan í menntamálum og aukin áhersla á viðmiðunarþekkingu (standards) (sjá nánar um þetta hugtak t.d. í Kelly, 1999: 187-190), sbr. aukna áherslu á samræmd próf, kalli á endurskoðun á því hvað er skilgreint sem þekking í skólum (Behar-Horenstein, 2000; Davis, 2002; Apple 2001a og 2001b). Einnig er mjög mikil- vægt að þróa jafnréttismælikvarða til notkunar í skólum sem einn af opinberum mælikvörðum eða viðmiðum um árangur skólastarfs (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2001). Viðunandi undirbúningur fyrir þegna af báðum kynjum í jafnréttisþjóðfélagi getur hvorki takmarkast við einstakar fræðigreinar né námskeið. Ef stefna á að því að víkka út menntahugtak framhaldsskólans þannig að það svari því markmiði jafnréttislag- anna að bæði kynin verði búin jafnt undir atvinnulíf, fjölskyldulíf og sem virkir borg- arar, þá þarf breyttar námskrár er stefni að því að afmá skilin á milli opinbers lífs og einkalífs, hins persónulega og þess pólitíska þannig að bæði kyn verði í raun búin undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi (Bernard-Powers, 1995: 205). Þó að samþætting sé opinberlega viðurkennd aðferð í jafnréttisstefnu Evrópusam- bandsins, EES, jafnréttislaganna og ríkisstjórnar íslands og endurspeglist í sérriti sem menntamálaráðuneytið gaf út (Jafnrétti til menntunar) á sama tíma og námskrár framhaldsskólans, þá er forðast að fjalla um kynferði í námskránum; í staðinn eru kynhlutleysi, kynblinda og undirbúningur fyrir nám og atvinnulíf ráðandi. Nokkur dæmi um sértækar aðgerðir mátti þó finna t.d. í umfjöllun um upplýsinga- og tækni- mennt. Þrátt fyrir stór orð um mikilvægi upplýsingatækni fyrir framtíð ungs fólks af báðum kynjum er ekki að sjá að námskráin tryggi nema lágmarksfærni með einum valáfanga. Umræðan um kynferði og skólastarf hefur sveiflast frá klisju níunda áratugarins um bældar stúlkur og virka stráka yfir í aðra vafasama mynd af stelpum sem fá háar einkunnir og fara í framhaldsnám og strákum sem fá lægri einkunnir og hætta fyrr í 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.