Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 82

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 82
SKAPANDI HUGSUN OG ÆVINTÝRAGERÐ Þétta þokan eftir ellefu ára gamlan dreng sem ég kalla Njörð og segir frá viðskiptum tveggja drengja við álfa. Njörður var þátttakandi í vettvangsrannsókn sem ég vann að í grunnskóla í Reykjavík árið 2000. Rannsókn inni í bekk stóð yfir í þrjár vikur í upphafi ársins og í eina viku í september en þá voru börnin að hefja nám í sjötta bekk. Með þessum börnum fékk ég tækifæri til að kanna hvernig ævintýri geta verkað á samspil mismunandi gerða hugsunar um leið og þau hafa mótandi áhrif á tilfinn- ingaþroska barna. I vettvangsrannsókninni sagði ég börnunum afbrigði af ævintýr- unum Gullintönnu og Sögunni afKisu kóngsdóttur. Þau fengu síðan að glíma við þessi ævintýri á margvíslegan hátt og með formlegum og óformlegum viðtölum reyndi ég að komast að viðbrögðum þeirra við sögunum og þeim hugsunum sem ævintýrin vöktu með þeim. Síðast en ekki síst fengu krakkarnir tækifæri til að semja eigin æv- intýri. Hér á eftir leiði ég fyrrnefndan Njörð fram á sviðið og tek hann sem dæmi um hvernig ævintýri virðast geta hjálpað börnum að ná sambandi við innri hugarheim sinn og örvað þau til að takast á við tilfinningar sínar og geðshræringar. KENNINGAR UM MISMUNANDI VÍDDIR HUGANS OG GERÐIR HUGSUNAR Margir fræðimenn hafa haldið því fram að greina megi á milli tveggja ólíkra gerða hugsunar. Jung (1967:16,18, 29) nefndi þessar hugsanagerðir beina hugsun (directed thinking; thinking in words) og hugarflug (fantasy) eða draumhugsun (dreaming) og hélt því fram að sú síðarnefnda stæði í nánu sambandi við dulvitundina. Hobson (2000:74-75:107) varpaði fram þeirri kenningu að hugarflug (fantasy) eða óbein hugs- un legði grunninn að beinni hugsun og hann greindi á milli tvenns konar beinnar hugsunar, það er rökhugsunar (discursive thinking) og ímyndunar (imagination). Rökhugsun grundvallist á orsakatengslum þar sem eitt leiði af öðru, en ímyndun byggist á því að skilningarvitum og tilfinningum sé beitt þannig að það sem fyrir skynjandann ber sé ekki meðtekið þátt fyrir þátt heldur sem órofa heild. Þess ber að geta að Hobson gerði ráð fyrir að hugmyndaauðgi eða það sem við köllum ímynd- unarafl gæti verið að verki í báðum gerðum beinnar hugsunar. Virka, hugmyndaríka notkun beinnar hugsunar má skilgreina á svipaðan hátt og það sem margir kalla skapandi hugsun eða sköpunarkraft. Það sem virðist ráða úr- slitum um hvort sköpun geti átt sér stað er að hin meðvitaða, beina hugsun sé mót- tækileg fyrir óbeinni hugsun. Martindale (1989:228) hélt því fram að meginkenning- ar um sköpunarferlið fælu allar í sér hugmyndina um að sköpun væri háð því að hugurinn sveiflaðist á milli beinnar og óbeinnar hugsunar. Storr (1972:217) lagði svip- aðan skilning í sköpunarferlið og undirstrikaði að „skapandi manneskja þyrfti bæði að hafa greiðan aðgang að innri hugardjúpum og einnig ríka ögun til að halda utan um og notfæra sér það sem hún finnur þar." Að mati Jungs eru meðvitund og dulvitund tvær víddir í einu og sama kerfinu sem hann kallar sjálf. Jung segir dulvitundina hafa að geyma bæði reynslu einstak- lings, sem hann kallar persónulega dulvitund, og reynslu tegundar eða það sem hann kallar sameiginlega dulvitund. Að dómi Jungs (1958:293) er sameiginlega dulvitund- 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.