Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 97

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 97
GUNNAR KARLSSON og svara því hvort þau mundu giftast að boði föður síns. Spurningarnar sem var beint til kennara voru til samanburðar við svör nemend- anna og til flokkunar á þeim eftir öðrum einkennum en ráða mátti af svörum nem- enda. Spurt var um stað og umhverfi skólans, menntun kennarans, mat hans á færni bekkjarins, námsefni, kennsluaðferðir, söguskoðun, einnig um eigið kyn, trú og stjórnmálaskoðanir.1 Hér voru nemendur spurðir um afstöðu til flestra efna sem þá voru efst á baugi í álfunni, en í gegnum spurningalistann skín áhugi á afstöðu æskulýðsins til tveggja þróunarferla í Evrópu samtímans, lýðræðisþróunarinnar í Austur-Evrópu og sam- runaferils Evrópu. Að baki þessum spurningum liggur hugmyndin um söguvitund, að allt fólk hafi tilfinningu um að það sé statt á einhverjum sögulegum ferli, sé á leið í tíma frá einu til annars (Rúsen, 1989: 93 o.áfr.; Rusen, 1994: 77 o.áfr.). í skýrslunni um könnunina (Angvik og Borries, 1997: A, 36) er þetta orðað þannig að „history is a complex connection of interpretations of the past, perceptions of the present and ex- pectations of the future." Aðaltilgangur könnunarinnar var þá að komast að raun um á hvaða sögulegum ferli evrópskir unglingar héldu sig vera, hvaðan þeir töldu sig komna, hvernig þeir skynjuðu samtíð sína og hvert þeir töldu sig vera að fara eða vildu fara, bæði persónulega og sem aðilar að samfélagi sínu. VITNISBURÐUR UM SÖGUÞEKKINGU Söguþekking í venjubundinni merkingu þess orðs, þekking á einstökum atburðum, persónum, þróunarferlum eða tímabilum sögunnar, var ekkert meginatriði í þessari könnun, enda erfitt að spyrja um slíkt með spurningalista sem var ætlað að eiga jafn- vel við hvar sem væri í Evrópu, því áhersla var lögð á að hafa spurningarnar strang- lega staðlaðar til þess að gera samanburð á þátttökuhópum sem auðveldastan og traustastan. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær þekkingarspurningar sem eru á listan- um voru yfirleitt hafðar með, en líklega hefur átt að gefa færi á að vinna upp úr nið- urstöðunum fróðleik um samhengi á milli söguvitundar og söguþekkingar.2 Þekking- arspurningarnar eru líka óhjákvæmilega mjög almenns eðlis. Þær eru óneitanlega rýrt efni til að álykta af því um söguþekkingu, en í vöntun á öðru betra virðist mega draga af þeim nokkrar bráðabirgðaályktanir um söguþekkingu íslenskra unglinga og hvaðan hún virðist komin - eða öllu heldur hvaðan hún virðist ekki komin. Einkum voru það fjórar spurningar, nr. 19, 20, 32 og 33, sem unnt var að svara annað hvort rétt eða rangt, svo að ótvírætt væri, og þurfti söguþekkingu til að svara rétt. Þær voru orðaðar á þessa leið í íslensku þýðingunni (Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, 1999: 296, 302): 1 Spurningalistarnir eru prentaðir í heild á ensku í Youth and History (Angvik og Borries, 1997: A, 442-468, en stafir skrifaðir með penna inn á spurningablöðin eru seinni tíma viðbót, sprottin af vinnu við úrlausnirnar), og á íslensku í Æsku og sög4< (Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, 1999: 291-319). 2 Greinarhöfundur kom ekki að þessu verki með öðrum þátttakendum fyrr en á fundi í Suitia í Finnlandi sumarið 1994 (Angvik og Borries, 1997: A, 24), þegar spurningalistinn var orðinn til í meginatriðum, og Bragi Guðmundsson varð enn síðar þátttakandi í því. Aldrei var.skrifuð nein greinargerð um tilganginn með einstökum spurningum. 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.