Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Side 114
NATTURUFRÆÐIN HEIMA OG I 5KOLA
Spyrill:
Nemandi:
Spyrill:
Nemandi:
Spyrill:
Nemandi:
Spyrill:
Nemandi:
Spyrill:
Spyrill:
Nemandi:
„Manstu eftir verkefninu Kemst Ijósiö ígegn?”
„Já, svolítið."
„Fannstu efnið hér sjálfur og klipptir út eða hjálpaði ein-
hver þér við það?
„Við fundum ekki ullina þannig að afi minn þurfti að
koma með hana. Sko, afi minn var að horfa á fréttirnar
heima hjá sér og við þurftum að bíða í klukkutíma þangað
til hann loksins kom en þá var pabbi búinn að láta mig
gera ótrúlega margt í tilrauninni og sagði alltaf: "Af
hverju klippirðu ekki þetta út og af hverju klippirðu ekki
þetta út?" Ég hélt reyndar að afi mundi koma með óunna
ull en svo kom hann bara með ull eins og við eigum,
svona ullarband."
„Prófaðirðu að setja mjólk út í vatnið?"
„Já, þá varð þetta þykkt og þá sá maður ekki skugga."
„Hvernig var að finna tíma?"
„Kvöldin voru best, þá var komið myrkur og best að gera
vasaljósaverkefnið þá."
„Hvað með flöskubátinn var erfitt að finna tíma fyrir
hann?"Nemandi: „Nei, bara svona um hádegið, verkefnið
tók svona korter til tuttugu mínútur."
„Hver hjálpaði þér við að vinna verkefnin?"
„Pabbi hjálpaði mér með flöskubátinn. Mamma hjálpaði
mér meira með hin verkefnin. Hún spyr mig svona spurn-
inga eins og kennarar gera en þegar pabbi hjálpar mér þá
segir hann mér en spyr mig ekki. Hann útskýrir meira."
UMRÆÐA
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að foreldrar virðast mjög ánægðir með verkefnið
og auðvelt var að virkja þá til þátttöku. Þetta kemur heim og saman við reynslu frá
Bretlandi (Solomon, 2003). Þar kom einnig fram að það fór eftir heimilismenningunni
hvernig verkefnin voru unnin, hvernig umræður áttu sér stað og hvar á heimilunum
verkefnin voru unnin. I skrifum sínum verður Solomon tíðrætt um það sem hún
kallar heimilismenningu. Segist hún sjá að á hverju heimili ríkir ákveðin menning og
viðmið þar sem menntun hefur ákveðna og oft ólíka merkingu. Þess vegna getur
nýjungum í kennslu verið misvel tekið á heimilum. A hverju heimili segir hún einnig
mega skynja mismunandi viðhorf til reglu, vinnu, tækni, samskipta, aga o.s.frv.
(Solomon og Lee, 1992; Solomon 1994; Solomon, 2003). Þannig er það heimilismenn-
ingin sem hefur áhrif á það hvar og hvernig verkefnin eru unnin.
Þetta getur einnig vel átt við hér á landi þar sem heimilisbragurinn hefur greini-
lega áhrif á það hvernig og hvar verkefnið er unnið og hver hjálpar eða vinnur með
barninu. I þessari rannsókn hjálpuðu mæðurnar börnunum frekar við að vinna verk-
112