Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 114

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 114
NATTURUFRÆÐIN HEIMA OG I 5KOLA Spyrill: Nemandi: Spyrill: Nemandi: Spyrill: Nemandi: Spyrill: Nemandi: Spyrill: Spyrill: Nemandi: „Manstu eftir verkefninu Kemst Ijósiö ígegn?” „Já, svolítið." „Fannstu efnið hér sjálfur og klipptir út eða hjálpaði ein- hver þér við það? „Við fundum ekki ullina þannig að afi minn þurfti að koma með hana. Sko, afi minn var að horfa á fréttirnar heima hjá sér og við þurftum að bíða í klukkutíma þangað til hann loksins kom en þá var pabbi búinn að láta mig gera ótrúlega margt í tilrauninni og sagði alltaf: "Af hverju klippirðu ekki þetta út og af hverju klippirðu ekki þetta út?" Ég hélt reyndar að afi mundi koma með óunna ull en svo kom hann bara með ull eins og við eigum, svona ullarband." „Prófaðirðu að setja mjólk út í vatnið?" „Já, þá varð þetta þykkt og þá sá maður ekki skugga." „Hvernig var að finna tíma?" „Kvöldin voru best, þá var komið myrkur og best að gera vasaljósaverkefnið þá." „Hvað með flöskubátinn var erfitt að finna tíma fyrir hann?"Nemandi: „Nei, bara svona um hádegið, verkefnið tók svona korter til tuttugu mínútur." „Hver hjálpaði þér við að vinna verkefnin?" „Pabbi hjálpaði mér með flöskubátinn. Mamma hjálpaði mér meira með hin verkefnin. Hún spyr mig svona spurn- inga eins og kennarar gera en þegar pabbi hjálpar mér þá segir hann mér en spyr mig ekki. Hann útskýrir meira." UMRÆÐA Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að foreldrar virðast mjög ánægðir með verkefnið og auðvelt var að virkja þá til þátttöku. Þetta kemur heim og saman við reynslu frá Bretlandi (Solomon, 2003). Þar kom einnig fram að það fór eftir heimilismenningunni hvernig verkefnin voru unnin, hvernig umræður áttu sér stað og hvar á heimilunum verkefnin voru unnin. I skrifum sínum verður Solomon tíðrætt um það sem hún kallar heimilismenningu. Segist hún sjá að á hverju heimili ríkir ákveðin menning og viðmið þar sem menntun hefur ákveðna og oft ólíka merkingu. Þess vegna getur nýjungum í kennslu verið misvel tekið á heimilum. A hverju heimili segir hún einnig mega skynja mismunandi viðhorf til reglu, vinnu, tækni, samskipta, aga o.s.frv. (Solomon og Lee, 1992; Solomon 1994; Solomon, 2003). Þannig er það heimilismenn- ingin sem hefur áhrif á það hvar og hvernig verkefnin eru unnin. Þetta getur einnig vel átt við hér á landi þar sem heimilisbragurinn hefur greini- lega áhrif á það hvernig og hvar verkefnið er unnið og hver hjálpar eða vinnur með barninu. I þessari rannsókn hjálpuðu mæðurnar börnunum frekar við að vinna verk- 112
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.