Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 157

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 157
KRISTIN KARLSDOTTIR hæfni barnanna í þessari rannsókn virðist ekki hægt að fullyrða að sú breyting á vinnubrögðum starfsfólks í tilraunaskóla, sem stefnt var að, í þá veru að auka sjálf- ræði barnanna hafi stuðlað að meiri samskiptahæfni þeirra. Velta má upp ýmsum þáttum sem taka þarf mið af við mat þessara niðurstaðna. Breyting á starfsaðferðum er langt ferli og margt á þeirri leið getur orðið til að hindra framgang breytinga. í þessari rannsókn er ekki vitað með vissu hvort eða að hvaða marki starfsfólk breytti starfsaðferðum sínum í raun eða hvort viðhorf þess og hegðun breyttust. Einnig er um að ræða hægfara breytingar sem taka langan tíma og því hæpið að búast við mæl- anlegum framförum umfram önnur leikskólabörn á níu mánaða tímabili. Til þess að svara spurningunni þyrfti að fylgja börnunum eftir í lengri tíma en gert var í þessari rannsókn. Auk þess byggir kennsluáætlun samanburðarleikskólans á svipuðum aðferðum þar sem m.a. er lögð áhersla á að jafn réttur allra sé virtur. Vera má að sú aðferð hafi meiri áhrif á félagsþroska en ýmsar aðrar aðferðir. Ánægð börn sem fara sínu fram Rannsóknin beindist einkum að aðferðum í samningaviðræðum og í að deila reynslu og skapa nánd við leikfélagann. Niðurstöður leiða í ljós að flokkar sem lýsa sjálfs- ánægju og öryggi barna, þ.e. þegar þau eru ánægð með sjálf sig (1-Drjúg) og standa á rétti sínum (1-Sérumsig), eru algengir. Niðurstöðurnar eru í samræmi við lýsingu á stigum Selmans og Schultz (1990) um samskiptaskilning, en hér er um að ræða hegðun sem er dæmigerð fyrir stig 1 í samskiptahæfni. Einlægni barns á þessu stigi vekur oft aðdáun og jafnvel kátínu fullorðinna. Bamið sýnir ákafa tjáningu án þess að um gagnvirk samskipti sé að ræða. I tjáningunni felst oft þessi einlæga trú á sjálfan sig sem ýmsir fræðimenn (Piaget, 1968:22-25; Kohlberg, 1981:17; Selman og Schultz, 1990:7-11) telja að lýsi sjálflægri hugsun barnsins. Börn sem sýna leikfélaga vinsemd Vinsamlegt viðmót er algengt hjá börnum í þessari rannsókn. Sem dæmi má nefna að algeng aðferð við að skapa nánd og deila reynslu með öðrum (SE) er að barn sýnir leikfélaga sínum viðurkenningu (1-Viðurk) og talar vinsamlega við hann (1-Vinatal). Draga má þá ályktun að vinsamlegt viðmót barna í þessari rannsókn sé í samræmi við rannsóknarniðurstöður þeirra Millers, Eisenbergs, Fabes og Shells (1996:210-219) en þær benda til þess að á leikskólaárum barns mótist hæfni til að skilja tilfinningar og hugsun annarra. í rannsókn þeirra kom fram að þau börn sem mældust há í skiln- ingi á vitrænum siðferðisrökum annarra, sem og í samkennd, reyndust hjálplegust við leikfélaga sína. í þessari rannsókn kom aldrei fram verulega fjandsamleg hegðun barna; aftur á móti var vinsamlegt viðmót þeirra í garð leikfélaga algengt. Samkvæmt rannsókn Zahn-Waxlers, Radke-Yarrows, Wagners og Chapmans (1992) kemur í ljós að strax á öðru ári sýna börn hegðun sem endurspeglar umhyggju fyrir öðrum. í rannsókn þeirra koma fram vísbendingar um að með auknum aldri finni börn til ábyrgðar- kenndar gagnvart öðrum. Arsenio og Cooperman (1996) sýndu fram á að ef ung börn 155
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.