Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Blaðsíða 157
KRISTIN KARLSDOTTIR
hæfni barnanna í þessari rannsókn virðist ekki hægt að fullyrða að sú breyting á
vinnubrögðum starfsfólks í tilraunaskóla, sem stefnt var að, í þá veru að auka sjálf-
ræði barnanna hafi stuðlað að meiri samskiptahæfni þeirra. Velta má upp ýmsum
þáttum sem taka þarf mið af við mat þessara niðurstaðna. Breyting á starfsaðferðum
er langt ferli og margt á þeirri leið getur orðið til að hindra framgang breytinga. í
þessari rannsókn er ekki vitað með vissu hvort eða að hvaða marki starfsfólk breytti
starfsaðferðum sínum í raun eða hvort viðhorf þess og hegðun breyttust. Einnig er
um að ræða hægfara breytingar sem taka langan tíma og því hæpið að búast við mæl-
anlegum framförum umfram önnur leikskólabörn á níu mánaða tímabili. Til þess að
svara spurningunni þyrfti að fylgja börnunum eftir í lengri tíma en gert var í þessari
rannsókn. Auk þess byggir kennsluáætlun samanburðarleikskólans á svipuðum
aðferðum þar sem m.a. er lögð áhersla á að jafn réttur allra sé virtur. Vera má að sú
aðferð hafi meiri áhrif á félagsþroska en ýmsar aðrar aðferðir.
Ánægð börn sem fara sínu fram
Rannsóknin beindist einkum að aðferðum í samningaviðræðum og í að deila reynslu
og skapa nánd við leikfélagann. Niðurstöður leiða í ljós að flokkar sem lýsa sjálfs-
ánægju og öryggi barna, þ.e. þegar þau eru ánægð með sjálf sig (1-Drjúg) og standa
á rétti sínum (1-Sérumsig), eru algengir. Niðurstöðurnar eru í samræmi við lýsingu á
stigum Selmans og Schultz (1990) um samskiptaskilning, en hér er um að ræða
hegðun sem er dæmigerð fyrir stig 1 í samskiptahæfni. Einlægni barns á þessu stigi
vekur oft aðdáun og jafnvel kátínu fullorðinna. Bamið sýnir ákafa tjáningu án þess
að um gagnvirk samskipti sé að ræða. I tjáningunni felst oft þessi einlæga trú á sjálfan
sig sem ýmsir fræðimenn (Piaget, 1968:22-25; Kohlberg, 1981:17; Selman og Schultz,
1990:7-11) telja að lýsi sjálflægri hugsun barnsins.
Börn sem sýna leikfélaga vinsemd
Vinsamlegt viðmót er algengt hjá börnum í þessari rannsókn. Sem dæmi má nefna að
algeng aðferð við að skapa nánd og deila reynslu með öðrum (SE) er að barn sýnir
leikfélaga sínum viðurkenningu (1-Viðurk) og talar vinsamlega við hann (1-Vinatal).
Draga má þá ályktun að vinsamlegt viðmót barna í þessari rannsókn sé í samræmi
við rannsóknarniðurstöður þeirra Millers, Eisenbergs, Fabes og Shells (1996:210-219)
en þær benda til þess að á leikskólaárum barns mótist hæfni til að skilja tilfinningar
og hugsun annarra. í rannsókn þeirra kom fram að þau börn sem mældust há í skiln-
ingi á vitrænum siðferðisrökum annarra, sem og í samkennd, reyndust hjálplegust
við leikfélaga sína.
í þessari rannsókn kom aldrei fram verulega fjandsamleg hegðun barna; aftur á
móti var vinsamlegt viðmót þeirra í garð leikfélaga algengt. Samkvæmt rannsókn
Zahn-Waxlers, Radke-Yarrows, Wagners og Chapmans (1992) kemur í ljós að strax á
öðru ári sýna börn hegðun sem endurspeglar umhyggju fyrir öðrum. í rannsókn
þeirra koma fram vísbendingar um að með auknum aldri finni börn til ábyrgðar-
kenndar gagnvart öðrum. Arsenio og Cooperman (1996) sýndu fram á að ef ung börn
155