Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 24
310 Frú A. Ch. Edgren-Leffler:
jpeirn er ýmislega komið fyrir, en í því, sem jeg
tala um, fær hver maður svefnherbergi út af fyrir
sig; í hverju herbergi er rafmagnsklukka, og er
það nauðsynlegt, ef einhver kynni að verða veikur,
af því dyrunum er lokað að utanverðu. Gestun-
um er illa við þessa varkárni, sem vonlegt er; en
hún er eigi að síður nauðsynleg til þess, að varð-
veita reglu og siðsemi. þegar einhver gestur kem-
ur, er honum boðið inn í baðherbergið. Hann fœr
hlýtt bað, föt hans eru tekin, vafin saman í bögg-
ul, og hengd f ganginn, en honum eru fengin ný-
þvegin baðmullarföt til þess að sofa í. Vellingur
og brauð er borið á borð, og síðan taka menn a
sig náðir. Kl. 9 á morgnana verða allir að farft
burtu, en áður verða þeir að vinna ákveðna vinnU
i stað þess að borga næturgreiða. Kvennfólkið er
látið rekja upp garnla kaðla, karlmennirnir höggvft
brenni o. s. frv. Enginn má vera í sama gistinga-
stað optar en tvær nætur á mánuði; en ekkert
er því til fyrirstöðu, að húsviltir menn sjeu sínft
nóttina í hverjum þessara gistingastaða, og getl
þannig haldið sjer uppi svo lengi sem þeir viljft>
án þess að eiga neinsstaðar inni. Margir kjosft
þó heldur að sofa á strætum úti ; menn hafa yfir
höfuð ýmugust á þessum stofnunum, og stendur
stuggur af þeim, eins og nokkurs konar fangelsi.
Einkennileg góðgjörðastofnun var myndasýning
sú, sein nokkrir bjargvættir hins fátæka lýðs 1
Austur-Lundúnum komu á fót á næstliðnu vori-
Verkmannalýðurinn getur ekki fengið að skoða hm
opinberu myndasöfn, af því þau eru eigi sýnd 11