Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 70
356
J. N. Madvig :
í höll konungs, og kostnaður aí frændfólki konungs
ekki mikill, þá var sú alda samt ekki risin frá
konungi, heldur þeim, sem vildu sjá sjer borgið á
bak við hann ; k'ona, sem er vígð til vinstri hand-
ar, þarf líka að sýna rögg af sjer til þess að safna
hjer um bil 7 miljónum króna á þrettán eða fjórt-
án árum, og þó er það ekki talið með, sem kann
að hafa runnið í vasa aunara. það fór líka að
bera skugga á heimilislíf konungs hin síðustu árin,
og verða lítið um ánægjuna, og var það sjálfsagt
meðal annars orsök til töluverðrar óreglu hjá kon-
ungi í mat og drykk, og til þess að stytta líf hans
með sjúkdómi þeim, er þar af reis eða magn-
aðist1.
þessa bresti, sem hjer hefir verið bent á, þekkti
þó almenningur ekki eða veitti þeim mjög litla
eptirtekt, en meinhægð hans, hispursleysi, lítillæti
og mildi við smælingja, hvort sem þeir voru í
þjónustu hans eða ekki, áunnu honum ástarþokka,
og það því fremur sem konungur var auk þess
maður fríður sýnum og höfðinglegur, og hafói lengi
fram eptir gott lag á, að koma vel fram á mann-
fundum. þegar hjer við bætist sii eðlilega skoð-
un almennings, sem einveldið hafði einmitt lialdið
við, að sjerhvert löggjafarstarf, og þá einnig grund-
1) það liefir maður sagt mjer, sem óhœtt er að trúa,
að óregla í mat og drykk, samfara likamlegri áreynslu
og óvarkárni, þegar konungur var að ljetta sjer upp á
þvi að leita fornmenja í mýri einni, hafi verið að miklu
leyti orsök i dauðameini konungs, og valdið því, að sá
6júkdómur varð svo skæður.