Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 114
300
Nálin.
hjálpaði honum til; enn í 4 ár sat hann við vélina,
þangað til hann kom henni af 1830, ogfekkeinka-
leyfi fyrir henni. Hún var öll úr tré. Braunier,
mannvirkjafrœðingr nokkur, sá þegar, hvó gagnlegt
þétta var, og fekk hann með sér til Parísar, og
myndaðist þar skjótt félag til þess að hagnýta sór
einkaleyfið. Næsta ár var reist vinnustofa í París,
og voru þar 80 saumavélar á gangi; voru þar saum-
aðir eintómir einkennisbúningar. Enn eftir fáa
mánuði tók fyrirtæki þetta hörmulegan enda: verk-
mönnum í París þótti sem hér væri gerð gangskör
að því, að svifta sig atvinnu og fæði, og einn dag-
inn óð stór vopnaðr skrílíiokkr inn í stofuna, braut
alt og bramlaði, og flæmdi Thimonnier burt.
‘Skömmu síðar lózt Braunier, enn hinir félagsmenn-
irnir gengu aftr úr skaftinu og hættu. Thimonnier
varð nú alveg félaus ; 1834 kom hann aftr til Par-
ísar með saumavél sína, og reyndi til að fá sér þar
atvinnu með haua, enn það gat ekki hepnast. Eór
hann þá með hana fótgangandi á bakinu frá París
til St. Etienne, og hafði ofan af fyrir sór á leiðinni
með því að sýna vélina fyrir fáeina skildinga.
Nú skyldi ætla, að Thimonnier væri búinn að fá
nóg af svo góðu. Enn því fór fjarri. Hann fór
að smíða að nýju, og var svo heppinn, að geta
selt nokkurar nýjar vélar endrbættar. Arið 184ð
fór að líta skár út fyrir honum; Mognin nokkur
gekk í félag með honum, og lánaði honum fé til
þess, að hann gæti komið á fót hjá sér vélasmiðju.
þeir smíðuðu allmargar, og seldu þær á 35 kr.,
svo að alt gekk mi vel enn; 1848 voru vélar hans
orðnar svo fullkomnar, að þær stungu 300 spor á