Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 111
Xálin.
397
brýndir oddar á báða endana á hverfisteinsvjelum ;
þykir það bið versta verk og hættulegasta, því
að járn- og hverfisteinsrykið bítr svo á lungun,
því að alt er brýnt þurt, til þess að varast ryó.
Hverfisteinninn er svo umbúinn, að einn maðr getr
brýnt odd á meira enn 1 milj. nála á dag, enn í
höndunum getr æfðr maðr ytt 30,000 á dag.
Næst því er mótað fyrir auganu, og er þá mót-
að í einu lögun augnanna og raufaruar við þau á
báðum nálunum í einu. Síðan er augað drepið á;
það var lengi vel gert með höndunum : nálarend-
inn lagðr á örmjóan stálbrodd og slegið á með hamri,
eða þá drepið á ineð stálal í blýklepp ; þetta var
eitt ið smágervasta verk, sem gert er með manna-
höndum, þegar um hársmáar nálar var að ræða;
gátu það varla aðrir enn börn, enda urðu þau ótrú-
lega fim í því; þau leika sér að því, að drepa gat
á örmjótt mannshár og þræða það síðan upp á sjálft
sig ; eru þau fús á að sýna þessa list sína hverjum
sem kemr í nálasmiðjur til þess að skoða þær: A
Englandi er nýlega fundin vél til þess að drepa á
augað. þegar augað or komið á, eru nálarnar
brotnar í sundr milli augnanna; svo er augað hreins-
að og fægt.
Síðan eru nálarnar hertar; fyrst eru þær rauð-
glæddar á járnhellu yfir viðarkolaeldi, og kældar
síðan í vatni eða olíu. þá eru þær stiltar á heitri
járnhellu þar til þær verða rauðgular eða fjólublá-
ar; við það kippa þær sér margar, enn það verðr
að rétta þær. Síðan eru þær fægðar, og er það
gert þannig, að þær eru nuddaðar 1 smergildufti
og olíu og sápu innan í striga, þúsundum saman,