Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 44
330
Ljónaveiðin við Jöender.
Síðan var hurðu upp hrundið, og snöruðust þeir
iit allir saman, og konungur fremstur sinna manna.
Hann kallaði upp, og mælti: nBerjumst nú þar til
er þeir fá tekið oss dauða eða lifandin.
Tyrkir sóttu þegar að konungsmönnum. þeir
ljetu lmavegginn gæta sín að baki og vörðust svo.
Konungur hafði snarast frain lengra á völlinn. þá
kræktust saman sporar á fótura hans og fjell hann
við. Sumir segja, að hann hafi hrasað urn viðar-
drumba, er þar lágu, aðrir um dauðra manna búka,
og enn aðrir, að matsveinn einvi í föruneyti kon-
ungs hafi þrifið í belti hans fyrir hræðslu sakir eða
til að forða sjer við falli, en haft konung niður
með sjer.
Tyrkir ruddust þegar að og á konung ofan. þeir
fengu fiett liann vopnum og haldið honum. þeir
rifu klæði hans og stungu á sig sinni rytjuuni hver,
til jartegna um, að þeir hefðu haft .hönd á konungi
og unnið til fjár þess, er heitið var þeim, er fengi
höndlað hann.
Jafnskjótt sem Iíarl konungur var vopnum flett-
ur og hönduin tekinn, var setn af lionum rynni all-
ur vígamóður. V.ar hann spakur og hóglátur, og
kvað sjer vel líka, að hafa lent í höndum Tyrkja,
■en eigi Tartara.
Jafnskjótt sem Svíar sáu konung sinn höndum
tekinn, gáfust þeir upp, og lauk þar með bardagan-
um. Var það stundu af miðaptni.
Svo segja skilríkir menn, að fallið hafi 30 menn
af Svíum í bardaga þessum, og 200 Tyrkja og Tart-
ara ; varð konungur sjálfur 9 manna banni, að því
er flestir herma, en eigi vildi hann kannast við