Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 86
372
Gestur Pálsson :
mál, að á suinardegi sjeu menti jafn-lengi að ríöa
fram dalinn, þó liann sje ekki stuttur, og að fara
upp heiðarbrekkurnar.
Meðan Sigurður var að sneiða upp heiðarbrekk-
uruar, var ltann allt af að gefa skýflókanum fyrir
dalsbotniuum auga.
Hanu tók fljótt eptir því, að skýflókinn fór að
stækka. það var eins og hann margfaldaðist nærri
því á augabragði; fyrir neðan hann myuduðust aðrir
ljósir skýstöplar, og brátt var hnjúkurinn fyrir dal-
botninum alþakinn. En það leið ekki á löngu
þanga'ð til hinir smærri hnjúkarnir kringum dalinn
fóru líka að fá ljósar skýslæður, og eptir því sem
frá leið fóru þær að færast niður eptir þeim og verða
þjettari og dekkri.
þcgar Sigurður var komin upp á heiðarbrúniua
og fór að litast um fram á há-heiðina, gekk hann
fljótt úr skugga um, að þar uppi var hríð ; hanu
sá snjóhvíta þjetta bálka vera að veltast þar um,
eins og flangsa hver 1 aunan og reyna sig niður á
bóginn.
það var líka töluverð gola á heiðarbrúninni, og
vindurinn stóð á móti Sigurði.
það var ekki trútt um, að hálfgerður beygur kæmi
í hann, þegar hann leit fram á lieiðina, og honum
flaug strax í hug: »það er þó eitt gott, og það er
að hann Einar bróðir minn er ekki með mjer.«
Honum flaug snöggvast í hug, að réttast væri að
snúa aptur ; en þegar hann hugleiddi það, að liauu
var nákunnugur veginuin á heiðinni og að haun
opt hafði verið þar á ferð í vondu veðri á vetrar-
degi, þó hann reyndar þá iiefði allt af verið öðrum