Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 76
3K2
Gestur l’álsson:
Við ílýttum okkur á stað og riðum eins og gikk-
ir ofan í kaupstaðinn og komum þar um kvöldið.
Við áttum þar enga kunningja, svo við fórum á
veitmgahúsið og tókum þar gistingu. þegar við
vorum búnir að dubba okkur upp eptir föngum ept-
ir illviðrið, kom okkur saman um, eptir ráði veit-
ingatelpunnar, að fara ofan í gestastofuna og
fá okkur hressingu áður en við færum að skoða
okkur um í kaupstaðnum.
|>að var dimmt í gestastofunni, þegar við kom-
um þar inn. Fyrir gluggana var búið að loka
hlerum og inni hafði verið lagt í ofn ; ofninn stóð
opinn og bar rauðleita skímurák á ská yfir gólfið
og beint þar að, er stórvaxinn maður sat á bekk.
Hann sat lotinn á bekknum, hafði snjóhvítt hár
og skegg, og einblíndi svo inn í ofninn, að hann
leit eigi við okkur, þegar við komum inn.
Eg veit eigi hvort það var af því, að dimmt var
í stofunni eða af því, að maðurinn var svo risa-
vaxinn, en eg fann, hvernig mjer einhvern veginn
hnykkti við að sjá hann.
Og þó þurfti manni ekki eiginlega að standa stugg-
ur af þessum manni.
|>egar stúlkan kom með ljósið, fór eg að virða
hann betur fyrir mjer.
Andlitið var ofboð stórskorið, en fremur góðmann-
legt, en það var einhver skelfilegur raunasvipur eigi
einungis yfir andlitinu, heldur einnig yfir öllum
manninum.
Hann var sýnilega töluvert ölvaður; hann sat með
tinkrús í annari hendinni, og þegar stúlkan kom ineð
Jjósið, lypti hann krúsinni dálítið og sagði: »Meira.«