Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 97
383
Sagan af Sigurði formanni.
á sjó, vincli og seglum, og það var eins og undar-
lega hýr ró skini iit úr þessu veðurbarða, rauna-
lega andliti. það gat komið fyrir, þegar svo stóð
á, að hann kastaði einhverju gamanyrði til háseta
sinna. En bezt þótti samt að hlýóa honum þá.
Skipanir lians voru skýrar og svo fáyrtar, að það
datt engum í hug að koma með athugasemdir við
þær.
Eptir því sem tímar liðu fram, urðu þeir ávallt
færri, sem vissu það, sem á daga hans hafði
drifið.
Flestir skoðuðu liann eins og sjervitring, gæfan
í skapi, en sem enginu vildi þó eiga illt við, því
hann gat reiðzt, og kraptana hafði hann nóga.
I hans búð mátti aldrei lesa eða segja sögur;
einu sinni hitti hann einn háseta sinn lesandi í
þjóðsögunum ; hann sagði ekki neitt, en hann tók
af honum bókina og fieygði henni í eldinn.
það var ekki meira um það talað, en eptir það
datt engum háseta hans í hug að lesa jþjóðsögurnar,
svo hann sæi.
En svo fór að bera á því, að hann fór að taka
sjer neðau í því.
það voru ekki mikil brögð að því fyrst; hann
fjekk sjer hressingu, þegar hann fór inn í kaup-
stað, en þó ekki svo, að hann yrði verulega ölv-
aður.
Svo var hann gerður að hafnsögumanni fyrir
kaupstaðinn.
Hann rækti þær skyldur sínar, eins og allt
annað, sem hann tókst á hendur, mjög samvizku-
samlega og með mikilli alúð; hann fór lengra til