Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 25
3)1
Fátækfc og góðgjörðasemi.
fiunnudögum. jpað er mikið rætfc um, að þau ætfcu
að vera opin nokkrar stundir ; en þegar komið er
með þá mótbáru gegn því, að umsjónarmennirnir
verði að hafa einn livildardag á viku, þá má geta
þess, að ýmsum heldri mönnum, bæði körlum og
konum, hefir komið til hugar, að bjóðast til að
hafa umsjónina á hendi þessar stundir. Aðalástæð-
an er samt sú, að menn eru hræddir um, að leik-
húsunum verði ekki haldið lokuðum, ef myndasöfn-
in eru höfð opin, og þá sje úti um helgi sunnu-
dagsins, sem Englendingar meta svo mikils; en
hún býður mikinn hnekki af öðru, sem sje því, að
veitingahúsin eru opin fyrri hluta dags. Gripa-
söfnin lokuð, en veitingabúsin opin ! það er ein-
kennileg aðferð til að helga hvíldardaginn !
En nvi hafa menn, eins og áður er sagt, stofnað
sýning til þess, að sýna verkmannalýðnum fögur
hstaverk rjett einu sinni. Einstakir menn, er átt hafa
dýrmæt myndasöfn í Lundúnum, hafa tekið hina
óinetanlegu dýrgripi sína burt úr höllum sínum,
þar sem þær unnu eigi annað gagn en að prýða
veggina í hátíðasölunum, er stóðu tómir mestan
hluta árs, og látið þá á sýninguna. þegar sýningin
var opnuð, var mikið um dýrðir, ekki sízt hjá eig-
^ndunum sjálfum, er komu í skrautvögnum til
þess að sjá með eigin augum, hver áhrif mynd-
lrnar hefðu á áhorfendurna, og ef til vill einnig til
Þess, að sjer yrðu slegnir gullhamrar í ræðu þeirri,
Sern halda átti, þegar sýningin væri opnuð.
Kn þeim brást sú von. Ræðumaðurinn var
■^káldið William Morris, sem er ákafur tals-
niaður eins flokks af jöfnunarmönnum, eins og fleiri