Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 79
Sagan af Sigurði forraanni.
365
krús líka ?«, bætti hann við um leið og hann gekk
að borðinu, þar sem Sigurður svaf, og leit á liann.
»Eg skal segja ykkur það«, sagði hann viö okk-
ur, »að eg hefi opt komizt í hann krappan með
glas liantla honum. 011 glerglös kreisti hann sund-
ur og meiddi sig opt í hendinni við það. Svo hefi
eg útvegað mjer þessar tinkrúsir, bara handa lionurn,
og þær skilur hann optast eptir heilar, en stundum
fer hann lika með þær eins og þessa.«
»J>að er náttúrlega ógurlegur barsmfðagarpur«,
sagði eg.
»Hann Sigurður formaður, nei, nei ; hann er sá
friðsamasti maður, sem til er á öllu landínu, það er
eg viss um, þó hann sje sterkur. En þekkið þið
ekki Sigurð formann, hafið þið ekki heyrt getið um,
hvað drifið hefir á dagana hans ?«
»Nei, nei; aldrei nokkurt orð.«
»það er raunasaga«, sagði veitingamaðurinn, og
það sló alvörusvip á þetta æringja-andlit.
Svo settumst við sarnan við borð allir þrír, og
veitingamaðurinn sagði okkur söguna af Sigurði
formanni.
það var liðið langt á nótt, þegar við skildum og
fórum að hátta, allir jafu-alvarlegir og hugsandi út
af sögunni; en allt af svaf Sigurður formaður fram
á borðið.------
Eg hefi skrifað upp söguna af Sigurði formanni,
eins og eg bezt get munað, eptir því sem veitinga-
rnaðurinn sagði okkur liana um nóttina forðum.
II.
Haustvertíðin í Yíkinni hafði verið sú bezta,