Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 45
331
Ljónaveiðiu við Bender.
nema 3 sjálfur, enda ljet hann jafnan lítið yfir
hreystiverkum sínum. í viðureigninni um konungs-
hiísið er mælt, að fallið hafi af Svium 10 menn eða
12, en 40 af Tyrkjum. Orustan stóð öll 9 stundir,
og voru í bardaganum méð karli konungi 700 alls,
en í móti eigi færri en 8,000 manna og 12 fall-
byssur. Að eigi fjellu íleiri af konungsmönnum
en 31 í mesta lagi, slíkt ofurefli sem í móti var,
það er þess Ijósasti vottur, að Tyrkir vildu hlífast
sem mest við Karl iconung og hans menn. Höfðu
þeir jarl svo fyrir mælt, að eigi skyldi vopn bera
<4 Karl konung, og heitið- þeim stórfje að verð-
launum, er fengi höndlað hann lifandi. Má það
furðanlegt þykja, hve vel liðsmonn lilýddu því boði.
Attu þeir margsinnis kost á lífi konungs, og runn-
ið hefirþeim 1 skap, er þeir sáu hann vega fjelaga
sína hvern á fætur öðrum. En hitt dró meir um,
boð jarls og fjárvonin, og það þó mest, hve mjög
þeim fannst um atgerfi Karls konungs og skör-
nngsskap. þótti þeim sem öðrum lítill drengskap-
lU’ að bera vopn á slíkan afreksmann, utan nauðsyn
ræki til.
— Eptir orustuna höfðu Tyrkir konung meðsjer
til lierbúða sinna. Hann tók hnefafylli gulls úr
pússi sínu og fjekk Tyrkjuin til glaðnings. Var
þar fyrir jarl Tyrkja. Konungur gengur inn
í tjald jarls. Jarl fagnaði honum kurteislega,
°g bað hann niður setjast í legubekk, er þar
var inni. Iiouungur þá það eigi. Hann gekk um
gólf í tjaldinu. Jarl vekur máls á bardaganum ;
taldi sjer fagnaðarefni, er konungur komst lífs úr
orustunni, og biður hann virða til vorkunnar, er