Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 46
332 Ljónaveiðin við Bender.
svo hart var að gengið; »en nauðsyn rak til», kvað
liann. Konungur svarar, og biður jarl misvirða eigi,
þótt Svíar hafi eigi varizt betur ; »hefðu engir geng-
ið íniður fram en jeg og mfnir förunautar, mundu
önnur hafa orðið leikslok». Jarl mælti: »Allharður
var þó leikur sá». Konungur svarar : »Svo er víst,
ef leik skal kalla, en of lint að gengió, ef alvara
ætti að heita». Jarl mælti: »Sæmileg vörn var það,
og ærin alvara; því látið hefir soldán hjer 200
rnannai. »Dýrri mundi þó för sú orðið hafa, ef
mjer hefði verið betur fylgt», mælti konungur;
»mundu þeir þá eigi hafa-fengið oss sótta áskemmri
tíma eu 10 dögum ; og þætti mjer betur, að þann
leik ættum vjer enn fyrir höndum». Jarl stundi
við og mælti : »Illt er það, er jafnmikil hugrekki
kemur eigi í betri stað niður. það mundi jeg kjósa,
að aldrei hefði slíku mannfalli þurft hjer við að
dreifa».
Svo segja sumir frá kveðjum þeirra jarls, að hann
hafi beygt knje fyrir konungi í tjalddyrum úti, og
bæta þá enn aðrir við, að konungur hafi spyrnt fæti
við jarli og mælt svo : »þetta skal verða þinn
bani, rakki þinn!» En það munu vera ýkjur
einar.
Konungur var illa útleikinn. Klæði lmns voru
rifin mjög og blóðug ; hann var sár á vinstri hendi
og hruflaður á nefi og öðru eyra, en sviðnar af
augnabrýr, og svartur allur ílits af reykjarsvælu og
púðri, svo að varla mátti kennsl á bera. þó var
hann stilltur vel og hægur í máli, sem ekkert hefði
í gerzt ; en svo var augnaráð lians ægilegt, að jarl
mátti eigi 1 móti sjá.