Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 108
394
Nálin.
|>á voru nálarnar smíðaðar þannig, að vírinn var
kliptr niðr í hæfilega langa stúfa, annar endinn
flattr ögn út með hamri, og svo höggvin rauf upp
í; síðan voru endarnir kveiktir saman ; svo var
brýndr á oddr, nálin fægð, augað hreinsað, og svo
var hún fullgerð.
Svona gekk þessum nauðsynlega smáhlut seint
að komast frain ; og ekki vildi það ganga greiðara
með útbreiðsluna. fpess er fyrst getið 1410, að
vfrnálarnar fóru að útrýma prjónnálum þeim, er áðr
voru notaðar.
f>ó að þessi áðrnefnda umbót væri fengin, var þó
ekki því að heilsa, að það gengi fljótt að búa þær
til; nálarnar voru lengi vel geypi-dýrar, og var varla
annarstaðar að finna enn í konunganna höllum og
sölum auðmannanna. fpannig er þess getið, að
nálhús var ein af brúðargjöfum þeim, sem frú de
Beaujean, dóttir Hlöðvis 9. Frakkakonungs, fékk
þegar hún giftist. A dögum Elízabetar og Maríu
Stúart, á ofanverðri 16. öld, þótti mesta þing, að
gefa nálar, enda var þá öll klæðatízka kvenna að
breytast. Enn þar eð þörfin var þá orðin tíð, var
konum lagt fje til fyrir ná'lar, og varð það síðan
skylduskattr á bændum og feðrum, að leggja kon-
um sínum og dætrum til fé fyrir nálar, og var það
kallað nálfé. Nafnið lielzt enn í mörgum norður-
álfumálum, og er haft um skotsilfr kvenna, sem
þeim er lagt til á vissum tímum til eigin þarfa og
gamans ; enn um það kemr öllum saman, að uál-
féð hafi að því skapi stórum aukizt, sem nálarnar
hafa lækkað í verði.
Lengi býsnaði fyrir því, að nálagerð breiddist út