Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 100
380
Gestur Pálsson:
raann, en smátt og smátt fór mjer að detta liann
sjaldnar í hug, og eg held að eg hafi nærri því
verið búinn að gleyma honum, þegar svo bar und-
ir einu sinni, að eg þurfti að talcast ferð á hendur
í Fjarðarkaupstað.
En þegar eg var þangað kominn og var að ganga
lieim að veitingalmsinu, þá datt mjer Sigurður for-
maður svo skýrt í hug, að mjer fannst jeg horfa á
liann liggjandi fram á vinstri handlegginn á borð-
inu, með samanbögglaða tinkrúsina í hægri hend-
inni.
Veitingamaðurinn var sá sami, sem eg hafði liitt
þar forðum. Ilann var reyndar orðinn töluvert
ellilegri, hárið og skeggið nærri því hvítt, og mað-
urinn fyrirgengilegur á velli.
En skapið var það sama, hann var jafnkátur og
upprifinn og forðum, og þegar eg sagði honum, að
eg hefði verið hjer á ferð fyrir mörgum árum, þá
rankaði hann strax við því, og tók mjer svo eins
og gömlum kunningja.
Hann kallaði á konuna sína, og eg þekkti strax
veitingatelpuna, sem verið hafði þegar eg kom
um árið.
Nú var hún orðin feit og þrifleg veitingakoua,
allt at síbrosandi framan í gestina og ánægjuleg á
svipinn.
uMunið þjer eptir lionum Sigurði formanni?«
sagði eg við veitingamanninn.
»Og minnist þjer ekki g það«, sagði hann, »víst
man eg eptir honum; en nú er hann farinn«.
»Er hann farinn ?«
»Já, hann drukknaði á vertíðinni í vetur, í mikla