Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 47
333
Ljónaveiðin við Bender.
|>á var mjög Hðinn dagur að kvöldi. Jarl Ijet
fram leiða hest góðan með ágætu söðulreiði. Bað
hann konung stígaáhakog ríða með sjer heim til
borgar, í Bender. Fylgdi þeim mikil sveit tyrk-
neskra fyrirliða og liðsmanna. Konungur mælti
eigi orð frá munui. þeir riðu þar til er þeir komu
heim til hallar jarls. Var konungi vísað þar til
herbergis. þar var sæug upp biíin. Konungur tók
af sjer loðhúfu sína — hún var höggvin mjög —, og
snaraði sjer á legubekk í öllum klæðum. Hann
fjet færa sjer vatn að drekka, og sofnaði þegar.
Tyrkir gengu á burt, en Ijetu skósvein einn verða
eptir að þjóna konungi til sængur, er hann vakn-
^ði. Bn konungur svaf fast þar sem hamr var
kominn. Sveinninn lagði yfir hann ábreiðu og dró
nátthúfu á höfuð honuin. Konungur svaf af nótt
þá alla.
— þessi tíðindi spurðust víða, og lögðn menn
niisjafut til. Fjandmenn Karls konungs fögnuðu
því, er hann hafði svo hart leikið vini sína Tyrki,
en svo var áður komið málum hans, að eigi voru
aðrir líklegri til liðveizlu við hann. þótti þeim nú
Sem fokið mundi í flest skjól fyrir Svíakonungi.
hjetur mikli mælti : »Nú sje jeg, að guð hefir með
nhu yfirgefið bróður vorn Karl, er hann hefir það
ráð upp tekið, að hefjast handa í gegn sínum einka-
Vin og bandamanni». Agúst Saxakonungur varð
svo feginn sögu, að hann gaf manni þeim 200 dúkata,
er fyrstur sagði honum þessi tíðindi.
Margir urðu enn til meðal Tyrkja, að mæla bót
þessu atferli Karls konungs, og lofuðu hann í alla
staði sem áður. En þeir voru aðrir, er kölluðu