Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 105
Nálin.
391
ef það væri einhver forlátaníil, sera hefir reynzt
öllum betur, ef hennar er saknað.
það er líka aldrei nema satt: nálin er hvorki
mikill né dýr gripr, enn samt hefir hún ákaflega
mikla þýðingu 1 framfarasögu mannanna, og eigi
síðr í daglegu lífi. Og til þess að sýna fram á,
að þetta er víst, hefi eg í liyggju að taka hér fram
í fám orðum, hvað nálin er mikilvæg, og hvað til
hennar er unnið.
Margr heldr víst, að Eva eða þá einhver af
dætrum hennar hafi fundið upp saumnálina ; enn
því fer fjarri; saumnálin og títuprjónarnir, eins og
þetta hvorttveggja gengr nú manna á milli, er ekki
eldra enn frá 14. öld.
Reyndar þektu fornþjóðirnar nálar ; Rómverjar
eignuðu Bellónu herskapardísi, að hafa fundið þær
upp. Fyrst voru þær úr þyrnum, smáspýtum,
tenglum úr fiskhausum o. fl. Saumafuglinn saum-
saði saman hreiðr sitt i\r viðarlaufum, og gerði þar
hlýjan poka, og stakk plöntuþráðum út og inn með
nefinu, löngu áðr enn mönnunum datt í hug að
sauma með nál. Mest líkindi eru til, að menn-
irnir hafi fyrst að eins nælt saman laufblöð með
barrviðarnálum, enn engan saum haft; þetta gat
reyndar dugað í svipinn, enn hætt er við, að þær
flíkur hafi ekki orðið haldgóðar.
Næst því fóru menn að nota dýrafeldi fyrir fatn-
að, og var það miklu haldbetra. það þurfti að
festa skinnin saman, og þá dugðu ekki lengurbarr-
viðarnálarnar til að næla þau saman; enn þá kom sú
uppfundning í ljós, að það mátti sauma með þeim ;
heldr mun saumaskaprinn samt hafa gengið stirt,