Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 63
349
J. N. Madvig : Friðrik sjöundi.
óláns-landið raitt! Hvað retli nú veröi um l>að, og hvað
œtli verði um mig, j>egar hann f'ellur frá ? Iíann á vit-
stola son og trylldan, og ]>að eigum við að hafa fyrir
konung! jpað er úti um oss alla saman ! Veslings-
landið mitt!“ Frá |>essu hefir sagt skáldiö H. 0. Andersen.
Grein l>essi' eptir Madvig er tekin úr œfisögu hans,
er hann hafði ritaö sjálfur hin síðustu missiri, sem hann
lifði, en hann andaðist 12. des. 188t>, á níræðisaldri.
B. J.
Hinn 7. jan. 1864 kom það á minn hluta, a£ því
jeg var þá rektor við háskólann, að halda minning-
arræðu um Friðrik VII., við sorgarhátíð háskólans,
er dregizt hafði að halda, af því eigi var liægt að
nota hátíðasal háskólans; var hátíðin þá haldin í
þjóðþingissalnum á Kristjánshöll; þetta var gamall
háskólasiður, er svo bar undir, og var það hvorki
hægt nje heldur rjett að bregða hjer venju. Voru
um þær rnundir hngir allra manna gagnteknir af
háska þeim, sem yfir vofði landi og lýð, og styr-
jöldinni, sem þá lá fyrir höndum, enda voru þá
nær því tveir mánuðir liðnir frá láti konungs, og
búið var þá fyrir löngu að jarðsyngja hann í Hró-
arskeldu, með mikilli dýrð og viðhöfn, sem vandi
er til. f>að var því naumast vel ráðið, er svona
stóð á, að fara nokkurn tíma að halda nýja sorgar-
hátíð, og það, sem gerði mjer enn örðugra fyrir
um ræðu rnína, voru ekki að eins mjög skiptar
skoðanir annara manna á Friðriki VII., heldur
einkum og sjer í lagi tilfinning mín og sjálfs rníns
álit um hann. Jeg átti að gæta fullrar lotningar
og velsæmis, og þó eigi fara lengra en svo, að eigi
mælti jeg hræsnismál eða ljeti uppi skoðun, sem