Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 55
341
Ljónaveiðin við Bender.
henda síðan ií lopti á sama skeiðinu. Sú var hin
þriðja reiðmennsku-íþrótt, að hleypa hesti sínum
sem hraðast gegn um þröng garðshlið, og koma
hvergi við. Konungur ljek allar íþróttir þessar
eigi síður en menn hans. Eitt sinn lenti konungur
í svo kröppu hliði, að hanu varð fastur þar og hest-
ur hans, og losnuðu eigi fyr en slegið var í sundur
hliðið.
Konungur tók síðan 2 úr flokknum til fylgdar
við sig, þá Friðrik von Rosen og Otto Dúring yfir-
liða. Hinir 24 skyldu halda á eptir þeim sömu
leið, en vera jafnan 1 dagleið seinni. Annað liðið
skyldi halda sem leið liggur norður þýzkaland aust-
anvert, norður til Stralsund við Eystrasalt.
þeir Karl konungur og förunautar lians tóku sjer
dularnafn og ljetust vera allir sveitarhöfðingjar í
liði Svíakonungs. Kouungur nefndist Pjetur Frisk;
hann hafði dökkt parruk á höfði og kufl mórauðan
yztan lclæða.
þeir fjelagar þrír lögðu af stað þaðan, er konung-
ur og menn hans höfðu dvalizt um hríð, við landa-
mæri Tyrkja, hinn 26. okt., að aflíðandi hádegi.
þeir höfðu tvo liesta til reiðar liver. þeir villtust
þegar hinn fyrsta dag, og voru síðla kvölds
komnir i skóg einn mikinn og svo þjettan, aðþeir
urðu að fara þar fótgangandi og teyma hestana á
eptir sjer. Gekk svo lengi nætur. En er leið að
ðegi, sáu þoir elda nokkra fyrir sjer í skóginum.
Konungur gekk þangað. þar lá svínahirðir einn
V)ð eldinn sofandi. Konungur vekur hann, og
kaupir að honum að segja þeim leið um Rauðturna-
skarð. það er í fjöllunum milli Vallakalands og