Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 84
370
Gestur Pálsson :
sýnilega mikið fyrir að verða eptir, þó svo yrði að
að vera.
Leiðinni, sem Sigurður átti að fara, var svo hátt-
að, að fyrri dagleiðin lá um sveit, en síðari dag-
leiðin var Fjarðarheiði og dalirnir að henni.
Veður var hið bezta, hreinviðri með frosti tölu-
verðu, daginn sem Sigurður lagði á stað úr Vík-
inni með hest í taumi. Sigurður komst um kvöld-
ið að Heiðarbæ og gisti þar um nóttina.
Um morguninn á aðfangadaginn reis Sigurður
upp undir eins og fór að lýsa af degi. Veður var
reyndar gott, en bóndi vildi þó, að Sigurður biði
þangað til full-]jóst yrði, til þess að geta betur
sjeð, hvernig veður mundi ráðast. En Sigurður
var óður og uppvægur að komast sem fyrst á stað,
því hann sá, að ef hann biði við, þá mundi hann
tæplega hafa bjart yfir heiðina, en hann vildi
manna sízt vera á ferð í myrkri.
Og svo lagði hann strax á stað.
Honum var einhvern veginn svo ljett um hjarta-
ræturnar og hann var svo glaður í skapi, þegar
hann var að fara fram dalinn, eins og mörgum
manni er farið, þegar hann er á ferð snennna
morguns í góðu veðri, og býst við að komast heim
að kvöldi.
Yfir dalnum lá þokukennd hálfbirtu-slæða, sem
allt af var að verða gagnsærri, svo dældirnar og
hæðirnar fóru að koma í ljós, og, eptir því sem
birti, sá hann að himininn var heiður og veður
mundi fagurt.
þegar hann kom fremst í dalinn, þar sem veg-
urinn beygir upp á heiðina, stóð hann við og áði