Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 80
3(56
Gestur Pálsson :
sem elztu menn mundu eptir, hlaðfiski að kalla
mátti optast nær þegar róið var, og gæftirnar furð-
anlegar, þó umhleypingasamt nokkuð þætti á
milli.
Mestur afiamaðurinn í Víkinni það haustið var
Sigurður frá Bæ, elzti sonur ekkjunnar þar.
Hann var 20 vetra gamall, og þótti fyrirtak ungra
manna þar um sveitir að burðum og lægni ti!
sjómennsku. jpetta haust hafði hann í fyrsta sinni
verið fyrir skipi, og fannst mönnum mikið um, hve
vel hefði tekizt. Sigurður var tröllvaxinn maður,
ákafiega herðabreiður og lítið eitt lotinn í herðum,
hinn þreklegasti á velli, en þó góðmannlegur og
stillilegur.
Siguröur átti bróður, er Einar hjet og var árinu
yngri en hann. Einar var háseti hjá bróður síu-
um, en var honum í mörgu ólfkur. Einar var
grannur vexti og veikbyggður, ekki liraustur fyr-
ir brjósti og þoldi lítt stritvinnu; þó var liann
fjörmaður mikill, kátur í lund og mesti æringi.
Sigurður aptur á móti var fremur þur á mann-
inn og tók lítt þátt í leikjum með öðrum unguui
mönnum, sem þó var mikið um þar í verinu, því
hvern landlegudag var fullt á melunum fyrir ofan
vérbúðirnar af vermönnuvn að leikjum; þar var far-
ið í bændaglímur, tusk og ryskingar og ýmislegt
þess kyns; þar var henzt á hnútum og hnífilyrðum
og svo steinum, ef annað svar lá ekki á hraðbergi.
Stundum var líka þeim, sem mest kunnu í rímum,
safnað saman úr allri veiðistöðinni í eina búð og
svo var farið að kveðast á. Yfir höfuð var við slík
tækifæri allt það gert, sem ungum og fjörugum