Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 27
313
Hinn heilagi Vincentius.
kunna neina kristinna manna siði, þær höfðu
nagað og spænt í sundur bæði nef og eyru og kinn-
ar á þessum heilaga manni. það var hörmulegt
að sjá, hvernig hann var útleikinn, blessaður.
Presturinn, hann var þarna í standandi vand-
ræðum, skepnan; það var messudagurinn að morgni,
og þá komu allir til kirkju, sem vetling gátu valdið,
að sjá verndardýrling sinn fagurlega skrýddan og
blómum prýddan. það var ekki tími til að fara til
næsta bæjar og ná í hann Magnús smið til aö
reyna að gera við hann ; það var líka óvíst, að
hann væri heima ; líka ekkert áhlaupaverk, að gera
við þetta, svo í lagi færi.
I þessum vandræðum dettur honum samt ráð í
hug, sem aldrei skyldi verið liafa þó ; en hvernig
útti liann að varast það, blessaður? Hann gerðb
boð eptir strák þar í hjáleigunni, laglegum ung-
hng og fjörugum, — ekki vantaði það —, jeg ætla’
hann væii á 12. árinu, og biður hann að finna sig
niorguninn eptir góðri stundu fyrir messu. Strák-
ur vill vita, hvað liann eigi að gera ; en prestur
segir, að honum ríði ekki á að vita það fyr en þar
að kemur, og lofar honurn að þægjast honum vel
fyrir.
Svo er ekki meira um það, nema strákur kem-
nr, eins og honum var sagt. Prestur tekur liann
Jnn til sín og setur fyrir hann væna skál af hnaus-
þykkum grjónagraut með nóg af smjöri úti í og
sírópi. Strákur tekur óspart til matar síns, og.
hœttir eigi fyr en haun er búinn úr skálinni. Svo
kemur merkur-kanna af súkkulaði og nóg af sæta-
brauði með. Strákur var allur á lopti, sem nærri