Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 54
3-10
Ljónaveiðin við Bender.
Tyrkir vildu hafa stutta áfanga, sem þeir áttu
vanda til. Karli konungi leiddist það brátt. Hann
ljet blása til ferðar stundu fyrir óttu, en þá var
langt til dags og eigi ratljóst; báru þeir blys fyrir
sjer. Segir nú eigi af ferðum þeirra, fyr en komió
var norður að landamærum Tyrkjaveldis. jpaðvar
8. okt. |>á hurfu Tyrkir aptur.
þar nærri Iandamærum kom til móts við konung
allt lið það af Svíum, er verið hafði í Bender frá
því er hann var þaðan færður eptir »ljónaveiðina».
Voru það nokkur hundruð manna. Varð nú all-
fjölmennt föruneyti konungs, nær 800 manna, eða
fleira, að því er sumir segja.
jpá var þrotinn mjög farareyrir konungs, og tók
hann það ráðs, að hann sendi einn af mönnuni
sínum, þann er Ehrenskiöld hjet, til Siebeiíbúrgen,
og skyldi fala fje að láni hjá embættismönnum
Austurríkiskeisara þar. Keisarinn haföi svo fyrir
mælt, að greiða skyldi fyrir ferðum Karls konungs
um sitt ríki, og tókst Ehrenskiöld greiðlega erindið.
Steinwille hershöfðingi ljeði honum 50,000 gyllina,
sumt frá sjálfum sjer, sumt af almannafje.
Konungur sá, að dveljast mundi ferð sín, ef
hann hefði svo mikla sveit manna með sjer alla
leið og marga lítt búna. Hann kaus sjer til föru-
neytis 26 hina vöskustu menn í liði sínu, en ljet
þá leika áður ýmsar íþróttir, til þess að reyna
karlmennsku þeirra, fimleik og áræði. jpað var eitt,
að henda hanzka sinn af jafnsljettu af hestsbaki
á harðri reið. Sumir fjellu af baki, og hló kon-
ungur þá dátt. |>að var annað, að snara hanzk-
anum fram fyrir sig upp í loptið af hestsbaki og