Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 109
Nálin.
395
um norðrálfuna. Fram yfir miðja 16. öld voru
mílar hvergi smíðaðar nema á jpýzkalandi, og ofr-
Htið á Spáni. 011 Önnur lönd sóttu nálar sínar til
jpýzkalands. Nálægt miðri 16. öld fluttist svert-
ingi nokkur frá Spáni til Englands, settist að í
Lundúnum og fór að smíða nálar. Menu liéldu
hann væri galdramaðr, af því að hann fékst við
svo undarlega vinnu, svo að hann skreið í felur
með verkstöð sína, og leyfði engum lifanda manni
að líta þar inn til sín ; svo dó hann, að enginn
lærði þar af honum. Svo liðu um 100 ár, að alt
var sem áðr; enn þá fór þjóðverji nokkur til Eng-
lands, og kendi þar nálasmíði, og var fyrsta nála-
smiðja reist í Lundúnum árið 1650. þá má með
sönnu segja, aö Englendingar fóru að herða sig,
því að svo má telja, að þeir rýmdi þjóðverjum
gersamlega af markaði heimsins með nálar alt
þangað til fyrir skemstu. Iíver sem á nál þurfti
að halda, vildi engar nálar sjá nema þær væri ensk-
ar; þær væri langbeztar; svo að þýzkar nálar voru
oft seldar undir ensku smiðjumarki til þess að
koma þeim út. Englendingar komust líka þegar í
fyrstu upp á, að gera ýmsar vélar, sern flýttu svo
fyrir smíðinni, og gerðu uálarnar jafnar og góðar,
og þó ódýrari enn aðrir gátu látið þær. Fyrir tæp-
um 20 árum fóru þjóöverjar aftr að sækja sig, og
nii á dögum eru þýzkar nálar bæði metnar enn betri
og Ilka ódýrari enn þær ensku.
Nálagerð er mest í Englandi í Sheffield og Bir-
mingham; í Frakklandi í L’Aigle í Orne-fylki;
nálagerð í Belgíu, Hollandi og Austurríki er lótt-
væg; á þýzkalandi er mest smíðað af þeim í Bín-